Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Bjórþyrstir túristar

Nú er fríið á enda í bili og alvaran að taka við. Á ýmsa staði var þvælst, hér á landi og í Danmörku, en hér skal bókfært eitt lítið ferðalag út með Eyjafirðinum. Okkur datt í hug að þræða litlu þorpin út við fjörðinn vestan megin, fyrst Hjalteyri, síðan Hauganes og loks Árskógsströnd. Allt huggulegir staðir, og td athyglisvert að sjá ríkidæmið við mörg húsin á Hauganesið. Segir sagan að þar búi nokkrir kvótakóngar, sel það ekki dýrara en keypt var!

Á Árskógsströnd ókum við fyrir forvitnissakir að bjórverksmiðjunni þar sem sá ágæti mjöður, Kaldi, er bruggaður. Þar voru fyrir erlendir ferðamenn á sæmilega stórri rútu, sem greinilega höfðu fengið skoðunarferð um verksmiðjuna og bjór að smakka í lokin. Frá Ársskógsströndinni lá leiðin til Dalvíkur. Stóðst ekki mátið, kom við í Ríkinu og keypti að sjálfsögðu tvær kippur af Kalda, hvað annað! Aðra ljósa og hina dökka. Maður verður að upplifa Ísland á ferðalögunum! En viti menn, í kjölfar okkar kom rútan með sömu túristunum. Strunsuðu flestir þeirra inn í Ríkið og höfðu greinilega heillast af Kaldanum.

Næsti áfangastaður okkar var Ólafsfjörður, alltaf gaman að rúnta þar um og núna sést m.a. móta fyrir munna Héðinsfjarðarganga. Áður en farið var á Lágheiðina var litið við í söluskála á Ólafsfirði til að kaupa ís og prófa salernið. Við höfðum varla klárað okkur af, þegar sama græna rútan birtist á planinu. Kaldinn hafði greinilega gert var við sig, því túristarnir þurftu að komast á klóið!

Þarna skildu leiðir með okkur og túristunum bjórþyrstu, en Kaldanum voru gerð góð skil síðar í fríinu. Hreint ágætis mjöður....

 

 


Hreðjatak á kylfingi...

Frændi minn einn góður, Hörður Barðdal, kylfingur með meiru, sendi þennan, sem sýnir okkur og sannar að betra getur verið að lesa smáa letrið, hvað sem við kaupum. Þennan er því miður ekki hægt að þýða!

,,A guy receives an ad in the mail for a golf resort where everything costs

one dollar. He jumps at the offer and heads off for a weekend of fun in

the sun.

He arrives and plays a round of golf. It cost him a buck. When he goes for

dinner that evening, it costs him another buck. His room is only a buck a

day!

The day before he's to check out, he heads out to play a last round and

stops by the pro shop and charges a sleeve of three balls to his room.

When he's checking out next morning, he looks at the bill and sees: Golf:

$1. 00 Dinner: $1.00. Room: $1.00. Sleeve of golf balls: $3,000.00. He

hits the ceiling!

Calling over to the manager, he asks, "What is this all about? Everything

is supposed to cost one dollar, and you charged me three thousand for

three golf balls?"

"I'm sorry, sir," said the manager, "but you didn't read the fine print in

our promotional brochure - that's what our golf balls cost."

"Well," said the man, "If I wanted to spend that kind of money, I could've

gone to that luxury hotel across the street and paid them a thousand

dollars a day for a room. At least I would've known what I was paying

for!"

"That's right, sir, you could have," said the manager. "Over there they

get you by the room. Over here, we get you by the balls."


Sár í Tindastóli

Á ferð minni í fríinu fyrir norðan á dögunum fór malarnám í suðurhlíðum Tindastóls ekki framhjá mér. Þar er efnistaka vegna lagningu nýs vegar niður af Laxárdalsheiði og Gönguskörðum, sem gengur niður að Gönguskarðsárósum. Sannarlega mikil vegarbót en mikið umhverfislýti er af þessari malarnámu, líkt og Stólinn hafi verið stunginn í kviðinn. Vonandi verða þessi umhverfisspjöll bætt með einhverjum hætti.


Atvinnumótmælendur?

Athyglisvert ef heimildir fréttastofu Sjónvarps frá í gær reynast réttar, um að meðlimir í samtökunum Saving Iceland fái greitt fyrir hverja handtöku. Sé það rétt þá er komin einhver skýring á því hvernig fólki dettur í hug að klifra upp í byggingarkrana eða hlekkja sig við vinnuvélar, dag eftir dag. Ekki dregur úr viljanum þegar þú hafnar í sjónvarpsfréttunum og á forsíðum blaðanna. Kannski að greitt sé fyrir það líka?! Þessar aðferðir eru komnar út yfir allan þjófabálk og þessi samtök ættu að taka Helga Hóseasson sér til fyrirmyndar. Þar fer friðsamur mótmælandi sem tekið er eftir.

 


Jæja, einn fallinn!

Þá kom að því! Einn af þeim baktjaldatuðurum sem hefur heitið því í manna viðurvist að hann ætlaði aldrei í sínu litla lífi að stofna bloggsíðu, hefur látið verða að því. Ég skal viðurkenna það, ég er fallinn! Nú undir lok sumarfrísins fann ég bara ekkert annað að gera, búinn að þrífa bílinn eftir allt flakkið og meira að segja slá garðinn. Ég myndi fara að mála bílskúrinn hefði ég ekki gert það síðasta sumar.

Engu ætla ég að lofa um háa tíðni skrifa, bara þegar mér dettur eitthvað sniðugt í hug eða vill hljóma gáfulegur. Starfs míns vegna við blaðamennsku gæti vel verið að ég hefði einhverja skoðun á fréttum og fréttaflutningi.

Tek strax fram að ég hef óbeit á Lúkasarmálinu og níðskrifum fólks um náungann. Það mál er gott dæmi um hvers konar múgæsingu Netið getur og hefur skapað. Ég mun langt í frá ætla að hafa skoðun á öllum mögulegum hlutum, hvað þá að tjá samúð mína með fólki sem ég kann engin deili á. Slíkt á að mínu mati ekki heima á bloggsíðum.

Eins og útlitið ber með sér styð ég boltadrengina frá Bítlaborginni, hef gert í meira en 30 ár, og gæti því átt eftir að tjá mig um frammistöðu liðsins. Ef undan eru skilin úrslitin í dag gegn Hemma Hreiðars og félögum hjá Portsmouth þá fer Liverpool vel af stað á undirbúningstímabilinu, nýju mennirnir lofa flestir góðu, svo ekki sé minnst á nýju klippinguna hjá Benitez!


Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband