Trúin flytur fjöll...

Þessi leikur reyndi á þolrifin í klukkustund eða svo. Loksins snerist svo lukkuhjólið okkur í hag og kærkomin þrjú stig í höfn. Þetta var "skyldusigur" ogFyrirliðinn fór fyrir sínum mönnum nú er ekkert annað í boði en að taka einn leik í einu. Næst er það Villa í Birmingham í síðasta leik ársins. Þrjú stig þar og topp-4 nálgast á ný. Maður biður ekki um meira en að komast í meistaradeildina að ári. Hófstilltar væntingar miðað við það sem á undan hefur gengið í vetur. Minnir þó að eftir sé ein bikardolla á Bretlandseyjum í boði:-)

Einhver taugaveiklunarsvipur er þó kominn á Benitez, kannski ekki furða, og á andlitum Púllara á pöllunum mátti eðlilega sjá áhyggjusvip framan af. Vonandi lyftir þessi sigur í dag mönnum upp úr volæðinu. Trúin flytur fjöll, sagði einhver staðar, og væri óskandi að fyrirliðinn hysji nú upp sig buxurnar í næstu leikjum. Maður kannaðist við þann gamla í skallamarkinu. Þetta er alls ekki búið, bara hálfnað...


mbl.is Gerrard: Höfðum trú á sjálfum okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þessi leikur var ekki prófsteinn á Benítez og félaga. Þetta tímabil er langt farið með að vera búið nema bikarinn. Gerrard hefur sjálfur sagt að þetta átti að vera tímabilið þar sem gera átti atlögu að meistaratitlinum. Þær vonir eru runnar út í sandinn. Maður hlýtur að velta fyrir sér hvort Benítez komist lengra með liðið? Allt að einu er ljóst að Gerrard og Torres geta ekki borið liðið uppi einir. Það vantar fleiri klassa leikmenn. Of margir "international" leikmenn í stað heimsklassa.

Guðmundur St Ragnarsson, 27.12.2009 kl. 03:14

2 identicon

alltaf þarf einhver í liði mótherjanna að fjúka útaf þegar Liverpool leikur, og oftast skorar Liverpool mörk sem fara af andstæðingi í markið

Einar (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 03:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband