Gjörsamlega óviðunandi...

"Fari svo illa að við töpum fyrir Man Utd um næstu helgi, þá munu 10 stig skilja liðin að. Það er alltof mikill munur eftir tíu umferðir, og krafan verður háværari um að Benitez stigi til hliðar. Þolinmæði Púllara er að þrjóta, staðan í dag er óviðunandi. Og ekki mun staðan batna á morgun ef leikurinn gegn Lyon tapast í meistaradeildinni."

Ætla ekki að vera endanlega leiðinlegur en þessi sólarhringsgömlu skrif reynast því miður enn í góðu gildi. Úrslitin í kvöld voru gríðarleg vonbrigði, það stefndi þó í jafntefli, fjárinn hafi það. Þetta er orðið með öllu óviðunandi. Stend við það sem ég sagði í gær, að tími væri kominn á breytingar á Anfield. Það er að koma í bakið á Benitez að hafa ekki styrkt hópinn betur í sumar, það eru sem fyrr alltof margir miðlungsmenn þarna í hópnum og þaðan af verri.

Algjört dómgreindarleysi að mínu mati að taka Bennajúnn útaf á ögurstundu í leiknum, hann var einn af fáum leikmönnum sem eitthvað gátu þó í kvöld. Inná kom líklega einn slakasti maðurinn hjá Liverpool í dag, Voronin, og sendingar hans og önnur frammistaða hans í kvöld sannaði það.

Gerrard og Torres meiddir og Callagher svipur hjá sjón. Ekki gæfulegt. Það þurfa að koma inn nýir eigendur með eitthvað af aurum til að kaupa menn, skipta um leið um þjálfara. Benitez búinn að fá sinn tíma.


mbl.is Fjórða tap Liverpool í röð - Jafntefli hjá Arsenal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Lárus Pálsson

Svona, svona, nú er ég hissa: Er þetta ekki besta lið Englands og Evrópu???Fyrr má nú aldeilis fyrrvera!!! Því hefur verið haldið stíft og blákalt fram á þessum rauðu síðum! Og ég sem næstum var farinn að trúa Því! Svona er maður glær!!!

Stefán Lárus Pálsson, 20.10.2009 kl. 22:28

2 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Það sannaðist í kvöld að þetta lið er bara miðlungslið án lykilmanna eins og Torres, og virðist skorta allt hugmyndaflug í leik sinn, þið endið um miðja deild með þessu áframhaldi.

Guðmundur Júlíusson, 20.10.2009 kl. 22:37

3 Smámynd: Stefán Lárus Pálsson

Já, þetta er eymdarástand, meðalmennskan og óstöðugleiki eru of áberandi. Eða er þetta kannski bara kæruleysi og leti?  Að þetta skuli vera Liverpool, það er skelfilegt, getur varla versnað!

Stefán Lárus Pálsson, 20.10.2009 kl. 22:46

4 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Benayoun hafði ekki sést í korter þegar honum var skipt útaf. Annars hefði hver einasta skipting verið gagnrýnd eftir svona tap á síðustu mínútu.

Páll Geir Bjarnason, 21.10.2009 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband