Orðlaus.....

Orðlaus...Hvað er hægt að segja eftir svona leik? Eiginlega ekkert, annað en að þessi leikur fer í sögubækurnar. Gerrard ekki með en við skorum fjögur mörk á Stampford Bridge, án þess að komast áfram! Stórkostleg skemmtun og erfitt að halda sönsum á kvöldvakt á meðan svona ósköp ganga á. Eftir svona leik er bara ekki hægt að gagnrýna nokkurn mann, það lögðu sig allir 100% fram. Ef gagnrýna á einhvern á vellinum þá er það Didier Drogba fyrir að vera eins og hann er, gjörsamlega óþolandi vælukjói sem framkallar grænar bólur á ólíklegustu stöðum...

Við erum amk fallnir úr Meistaradeildinni með miklum sóma og nú er það bara enski titillinn sem er í augsýn. YNWA...


mbl.is Fjögur mörk ekki nóg til að vinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Martens

Já Góður leikur, og foXXX Drogba er bara eins og hann er, þrekknasti  maðurinn á vellinum vælir dettur eins og kelling um leið og einhver kemur nálægt honum. óþolandi!

Enn eins og ég sagði fyrir þessa rimmu þá er hópurinn hjá LFC ekki nógu breiður fyrir toppbaráttu í deild og meistara deildina. mér fannst þegar leið á LFC vera búnir á því. Samt náðu þeir að skora 2 eftir það, en þessi leikur á eftir að verða dýrari því ég held að Arsenal sé með sprækari mannskap.

YNWA      You'll Never Win Anything

Ragnar Martens, 15.4.2009 kl. 01:34

2 Smámynd: Ragnar Martens

LFC fær nú allveg viku í hvíld fyrir Arsenal leikinn . Þannig þeir gætu verið búnir að ná sér.

Ragnar Martens, 15.4.2009 kl. 01:56

3 identicon

Sammála Júlíusi til skammar að sjá leikmenn Chelsea liggja eins og stungna grísi í hvert skipti og hlaupið er fram hjá þeim,setti ljóta ásýnd á þennan leik,hræddum að svona leikaraskapur dugi ekki til sigurs í meistaradeildinni.

Ólöf Björnsdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 13:48

4 Smámynd: Björn Jóhann Björnsson

Það þarf bara að gera eitthvað í þessu með Drogba, lauma inn á hann kókpoka eða sitja fyrir honum eftir æfingu... nei, suss, svona segir maður ekki en má svo sem alveg láta sig dreyma!!

Björn Jóhann Björnsson, 16.4.2009 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband