Upphaf að einhverju stærra

gerrarrrHvað getur maður sagt eftir svona stórkostleg úrslit? Auðvitað öskraði maður af kæti en satt best að segja örlaði á smá undrun yfir þessum gríðarlegu yfirburðum. Að fylgja eftir stórleik gegn Real Madrid með þessum hætti er ekkert annað en meistarastykki, líklega einhver sigursælasta vika félagsins að baki. Mann skortir einfaldlega lýsingarorð, geðshræringin var slík. Gerrard og Torres eru einfaldlega snillingar á góðum degi, vel studdir af vinnujálkum eins og Carragher, Hyippia og Kyut. Mörkin hjá Aurelio og Dossena krydduðu síðan stórkostlegan leik.

Að sjá frábæra knattspyrnumenn eins og Vidic og Van der Saar í tómu tjóni allan leikinn, og það á heimavelli, var áhugavert, svo ekki sé meira sagt.  Vonandi lækka úrslitinn rostann í Ferguson og hans tindátum eins og hobbitanum Rooney, og verða að sama skapi upphaf að góðum endaspretti hjá Liverpool í deildakeppninni. Þó að forskot Man Utd sé enn 4-7 stig þá er enn von, já já.

Við erum bestir!


mbl.is Liverpool fagnaði stórsigri á Old Trafford
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Heyr, heyr

Guðmundur Sverrir Þór, 14.3.2009 kl. 19:29

2 identicon

Heyr heyr félagi. Mögnuð vika að baki og það er sko allt eins mögulegt að ManU tapi stigum í framhaldinu. Ef þetta brýtur ekki niður sjálfstraust þá veit ég ekki hvað :)

Ætli hlunkurinn hann Rooney hati okkur ekki aðeins meira eftir þessa útreið haha!

Styrmir G (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 19:38

3 identicon

Þið væruð nú sennilegast efstir ef þið væruð bestir

Valdimar (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 20:02

4 identicon

Af hverju eru poolarar að vinna real madrid og man -u  en eiga í brasi  með middlesborugh og stoke.?Kannski svona góðir við þá sem minna mega sín.

Hörður H (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 21:16

5 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Til hamingju með vikuna.

Mikið hló ég í gærkvöldi, var að hlusta á Snorra Sturluson á Rás 2 og inn hringdi maður sem bað um óskalag tileinkað Rooney, lagið var Innan í mér syngur vitleysingur með Sigurrós

Rúnar Birgir Gíslason, 15.3.2009 kl. 09:12

6 Smámynd: Björn Jóhann Björnsson

Góðgjörðarverk hafa alltaf loðað við þá sem alist hafa upp á Anfield, en það er hverju orði sannara að eitthvað bogið er við að svona lið nái ekki að vinna lið eins og Boro og Stoke. Þetta er sennilegast sálfræðin, erfitt að mótivera þessa drengi gegn "litlu" liðunum, sem leggja auðvitað allt í sölurnar til að sigra þá stóru.

Fjári góð saga með óskalagið til handa Rooney, hræddur um að nokkuð sé til í þessu... :-)

Björn Jóhann Björnsson, 16.3.2009 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband