14.12.2008 | 01:11
Móralskt stig en mikið lifandis skelfing...
Eins magnað og það var hjá Gerrard að jafna leikinn 2-2 á nokkrum mínútum þá var það algjörlega ósættanlegt að bæta ekki við fleiri mörkum. Þrjú jafntefli í röð á Anfield gegn "litlum" liðum er ekki vænlegt ef félagið ætlar sér að hampa meistaratitlinum í vor. Ekki getum við endalaust flotið á hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum, líklegast fer Chelsea upp fyrir okkur með sigri á WHU. Eins vel og Rauði herinn lék í dag á köflum, þá sýndi þessi hraði leikur, ekki síst í fyrri hálfleik, að liðið er með of marga meðalmenn, bara sorrí, við verðum að viðurkenna það, Púllarar. Veikasti hlekkurinn er Bennajún, Dossena var úti á túni og Arbeloa er of mistækur. Kátur er vinnuþjarkur, sem við megum þó ekki missa, en hann er ekki að spila í réttri stöðu.
Ef Benitez leggur upp þá taktík að spila upp á miðja sóknina þá er Kátur ekki rétti maðurinn til að taka við skallaboltum. Liverpool sárlega saknar ljósastaura eins og Crouch og athyglisvert er að sjá hvernig Benitez heldur Robbie Keane núna út í kuldanum. Sama hversu leikmenn eru að spila illa inni á vellinum, Keane er ekki hleypt inn á eins og í dag. Hefði verið miklu meiri þörf á honum heldur en El Zahr og Leiva, sem skiluðu engu á lokamínútunum.
Ef mínir menn ætla sér Englandsmeistaratitil í vor verður að styrkja leikmannahópinn í janúar, svo einfalt er það. Liðið hefur að vera gera marga góða hluti í vetur en mikill vill meira. Tími til kominn að selja eitthvað af þessum meðalmönnum. Og hana nú...
Benítez vonsvikinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- annapala
- attilla
- bjarnihardar
- davidlogi
- esv
- elvabjork
- ellikonn
- eysteinn-thor
- gudrunvala
- hoskuldur
- jamesblond
- kalli33
- kristjanb
- raggibjarna
- ragnhildur
- rungis
- naiv
- seth
- sigurdurarna
- soli
- laufabraud
- gudni-is
- gusti-kr-ingur
- businessreport
- ornsh
- vitinn
- gattin
- muggi69
- sverrirth
- sveitaorar
- gudrununa
- okurland
- steinunnolina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Athugasemdir
sýnist þínir menn með arsenal heilkenni. spila glimrandi við toppliðin en geta ekki rahóf gegn slakari. en ná þó í stig.
held að robbie keane eigi eftir að redda ykkur seinnipartinn. hann er drullugóður.
arnar valgeirsson, 14.12.2008 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.