Algjörlega óviðunandi

Miðað við knattleikni Asera áttum við að hafa sigur í þessum leik. Jafntefli er algjörlega óviðunandi við svona lið á heimavelli. Það vantaði "bara" tvö mörk upp á að spáin mín rættist og ekki komst Eiður Smári á blað. Hann átti sína spretti engu að síður og sýndi eins og oft áður að hann er eiginlega allt of góður fyrir þetta landslið, eins undarlega og það hljómar. Það vantaði amk oft góða meðspilara þegar hann var að reyna að skapa eitthvað. Skallamarkið hjá Grétari Rafni var gott og klaufalegt að Stefán markvörður missti aukaspyrnuna í netið. Hann átti að taka þetta skot, drengurinn. Annars er hann sláandi líkur Berg Ebba í Sprengjuhöllinni, en það er nú annað mál...

Þjálfarinn var að prófa nokkra "kjúklinga" í kvöld og þeir stóðu sig  flestir ágætlega. Jóhann Berg er sennilega okkar næsti "Eiður" ef allt gengur upp hjá pilti. Stefán markvörður er efnilegur en hann vantar enn einhverja snerpu. Bjóst við fleiri skiptingum, minnir að þær hafi bara verið tvær. Hélt að svona leiki ætti að nota til að prófa menn.

Heilt yfir virtist sem það vantaði einhverja stemningu í strákana og léttleika, menn mega ekki drepast úr leiðindum í þessu. Fýlan í aðstoðarþjálfaranum í hálfleik kom í gegnum skjáinn hjá manni og fyllti stofuna svo að það þurfti að loftræsta húsið...Grin


mbl.is Ísland gerði jafntefli við Aserbaídsjan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

sá þetta ekki en heyrði síðustu mínútur að halti björn og willum voru eitthvað fúlir yfir að ná ekki að vinna.

hvar eru aserar á heimslista??

sé okkur ekki alveg á stórmóti næstu árin sko. ekki alveg.

arnar valgeirsson, 21.8.2008 kl. 00:17

2 Smámynd: Karl Jónsson

Ég horfði á leikinn. Heilt yfir var varnarleikurinn í ágætu standi, það komu 2-3 fín færi en annað var það nú ekki. Það sem bráðvantar í íslenska landsliðið er alvöru skapandi miðjumaður sem lætur eitthvað gerast. Höfum varla haft neinn slíkan síðan Ásgeir Sigurvins var og hét, kannski með Rúnar Kristinsson sem undantekningu en ekki mikið meira en það.

Menn hafa árum saman reynt að "toga" Eið Smára neðar á völlinn í eitthvert hlutverk framliggjandi miðjumanns, en mér finnst yfirferðin sem honum hefur verið ætluð á vellinum, ekki hafa fengið þetta til að virka.

Karl Jónsson, 21.8.2008 kl. 14:48

3 Smámynd: Björn Jóhann Björnsson

Sammála þér Kalli, það bráðvantar góðan miðjumann og ekki var sóknarmaðurinn Gunnar Heiðar að meika það. Það skapast alltaf hætta þegar Eiður Smári fær boltann en þegar hann svo gefur á næsta mann þá rennur dæmið út í sandinn. Það kemur meira út úr honum nær miðjunni en að hafa hann fremstan. Síðan er athyglisvert hvaða silkihöndum íþróttafréttamenn margir hverjir fara um landsliðsþjálfarann, liðið er að fá allt aðra og jákvæðari umfjöllun en þegar Jolli var með liðið. Þá mátti hann ekki reka við án þess að allt yrði vitlaust! Hann fékk aldrei að njóta sannmælis, því miður. Hefur alltaf þurft að gjalda þess að vera utan af landi, og ekki koma frá stóru klúbbunum í Reykjavík.

Bestu kveðjur norður, bjb

Björn Jóhann Björnsson, 21.8.2008 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband