24.2.2008 | 10:59
Bolabrögð gegn Barða?
Skeytasending Friðriks Ómars til áhorfenda, glymur hæst í tómri tunnu, gefur til kynna að mikillar gremju hafi gætt meðal keppenda útaf vinsældum Mersedes Club og lags Barða Jóhannssonar, Ho,ho ho. Að Júróvisjón-klíkan hafi átt sér þá ósk heitasta að Silvíunæturævintýrið myndi ekki endurtaka sig. Sjálfsagt hafa allir reiknað með fyrirfram að Ho, ho, ho myndi vinna, bæði þjóðin og flytjendur sjálfir. Brúnkusprautuðu sterabúntin í Mersedes Club höfðu farið mikinn í fjölmiðlum fyrir keppnina, einkum á Stöð 2 og Bylgjunni, og gengið út frá því að þau myndu vinna. Eftir á að hyggja gæti sú sigurvissa hafa verið mistök, og færri því séð ástæðu til að eyða símtali eða sms á lagið.
En skyldi Sjónvarpið hafa gengið í lið með hinum keppendunum og stuðlað að ósigri Barða? Atkvæðagreiðsla álitsgjafanna Erps, Selmu og Þorvaldar í miðri símakosningu var amk athyglisverð, þau beðin að spá fyrir þremur efstu sætum og merkilegt nokk, ekkert þeirra nefndi Ho, ho, ho á nafn, bara eins og það væri ekki til. Kannski hafði Palli Magg gefið út þá dagskipun að allt yrði gert sem hægt væri til að koma í veg fyrir sigur Barða, til að endurtaka ekki grínið kringum Silvíu Nótt!! Nei, ég segi nú bara svona.
Palli Magg getur amk sofið rólegur yfir því að við þurfum ekki að halda keppnina árið 2009. Sykurpúðarnir Friðrik og Regína munu ekki fleyta okkur svo langt. Ho, ho, ho hefði þó verið líklegra til að koma okkur upp úr undanrásunum, hvað sem segja má um það framlag. Ég er nefnilega svolítið hræddur um að skot Friðriks Ómars eigi eftir að fylgja honum út keppnina og hitta hann illa fyrir.
![]() |
Eurobandið fer til Serbíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
-
annapala
-
attilla
-
bjarnihardar
-
davidlogi
-
esv
-
elvabjork
-
ellikonn
-
eysteinn-thor
-
gudrunvala
-
hoskuldur
-
jamesblond
-
kalli33
-
kristjanb
-
raggibjarna
-
ragnhildur
-
rungis
-
naiv
-
seth
-
sigurdurarna
-
soli
-
laufabraud
-
gudni-is
-
gusti-kr-ingur
-
businessreport
-
ornsh
-
vitinn
-
gattin
-
muggi69
-
sverrirth
-
sveitaorar
-
gudrununa
-
okurland
-
steinunnolina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Af mbl.is
Viðskipti
- Nákvæmlega sama um hækkanir
- Erlend netverslun eykst enn
- Fjölbreytileikanum ekki fagnað hjá Trump
- Rafmagnsbílar 42,1% og Kia mest skráð
- Vill endurskoða samninga við stóriðju
- Beint: Fjallað um skýrslu fjármálastöðuleikanefndar
- Formúlan gangi ekki upp
- Samfélagsmiðillinn X seldur til xAI
- Halda fimm útboð yfir daginn
- Skiptum lokið á dótturfélagi Skagans 3x
Athugasemdir
Já, manni fannst þetta alls ekki smekklegt að þurfa að koma þessu að í sigurvímunni. Við misstum öll andlitið á þessu heimili við þessa tilkynningu sem hann „varð“ bara að segja. Allt í einu langaði mig ekkert sérstaklega til að lagið hefði komist áfram.
Ebba (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 11:04
Alveg makalaust aulalegt og ósmekklegt hjá drengbjálfanum.
Árni Gunnarsson, 24.2.2008 kl. 11:18
Sammála, þetta lýsir bara innréttingum viðkomandi. Friðrik Ómar var slakur tapari í fyrra - það lak af honum fýlan þegar Eiki sigraði - og nú reynist hann jafn slakur sigurvegari?! Svona skapgerð veit ekki á gott ætli menn að eiga langvinnan feril í showbissness...
Þess utan eiga menn að hafa vald á orðaforðanum áður en þeir láta gamminn geysa með þessum hætti; orðatiltækið er "hæst BYLUR í tómri tunnu" - ekki glymur.
Jón Agnar Ólason, 24.2.2008 kl. 11:19
Get ekki verið meira sammála. Við misstum öll andann þegar hann sagði þetta. Hefði haldið að hann hefði þann karakter að sýna auðmýkt og þakklæti en ekki hroka. Það veit ekki á gott. Búin að missa áhugan á að horfa á í vor.
Helga (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 11:48
Það er mjög merkilegt að dómnefndin hafi ekki sett Hey hey í eitt af fyrstu sætunum hjá sér. Það er mikil skítalykt af þessu öllu saman. Til hvers var dómnefndin yfir höfuð af koma með sín álit? Jú til að hafa áhrif á úrslitin og það tókst. Svei svei
Matti sax, 24.2.2008 kl. 12:03
Ja hérna hér.....þvílíkur kjánahrollur sem hríslaðist um æðar mínar við lokaorð Friðriks Ómars í gærkveldi. Ætli lítillæti sé alveg dottið úr tísku?
Jóhanna (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 12:43
Það er rétt að Fiðrik Ómar hefði átt að sýna meiri auðmýkt. Ég held samt að margir séu sammála honum.
Guðmundur Benediktsson, 24.2.2008 kl. 13:05
Kannski er þetta bara fyrir bestu, nú fá þau loksins sínar 15 mínútur sem bæði eru búin að berjast fyrir síðan forkeppnin var tekin upp eftur, fara út, slefa ekki upp úr forkeppninni, og koma heim heim með skottið á milli lappana og fara bara aftur á Players þar sem enginn þarf að hlusta nema sveitafólk og nýbúar, og þar daga þau bara uppi án þess að maður þurfi að heyra múkk frá þeim aftur. Kannski eru þetta ekki algalin úrslit eftir allt saman
Björn Kr. Bragason, 24.2.2008 kl. 15:52
Þau í Mercedes Club gátu ekki sungið. Sérstaklega ekki "söngkonan". Því fór sem fór. Þurfti engin bolabrögð til.
sting (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 22:14
Sei, sei, ho, ho, bloggheimar bókstaflega brenna, man ekki til þess að hafa séð jafnmargar færslur útaf einu máli, hvað þá athugasemdir á þessari litlu síðu
Sammála öllum sem hér hafa tjáð sig, og allir tekið undir með mér, nema kannski Stingur sá síðasti. Þó á hann eitthvað til síns máls með sönghæfileikana, amk klikkaði eitthvað hjá stelpunni eða tæknimönnunum í gærkvöldi, en er samt ekki frá því að þetta lag(show) hefði náð mun lengra í Belgrad í vor en Júróbandið. Barði og hans lið er öðruvísi, hitt höfum við séð áður með tilheyrandi martröð og timburmönnum.
Björn Jóhann Björnsson, 24.2.2008 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.