Magnað lokatafl

Mikið er maður feginn að útfararfarsanum kringum Bobby Fischer sé lokið. Líkt og við skákborðið átti Fischer óvæntan lokaleik, hann virðist hafa verið búinn að finna sína hinstu hvílu.  Lítil og falleg kirkja í rólegu umhverfi, svo óvæntur og snöggur var lokaleikurinn að sóknarpresturinn kom af fjöllum. Lék skáksnillingurinn um leið á "andstæðinga" sína eða öllu heldur svonefnda stuðningsmenn sem virðist ekki hafa haft grænan grun um hvernig Fischer vildi ljúka sinni hinstu för. Maður setur ákveðna spurningu við framgöngu stuðningshópsins síðustu daga og í hve góðu, eða öllu heldur slæmu sambandi hann hefur verið við Fischer og hans nánustu. Líkt og hvernig Fischer fékk að vera í friði síðustu ævidagana á Íslandi þá átti að sjálfsögðu að veita honum frið að honum látnum og ekkert var meira við hæfi en útför í kyrrþey.

Hins vegar er ljóst að Laugardælakirkjugarður í Flóa verður ekki jafn rólegur og kyrrlátur og hingað til. Þangað mun á næstu árum fjöldi fólks heimsækja leiði skákmeistarans, og vissara fyrir sóknarnefndina að fara að huga að því, sé hún ekki þegar búin að kalla saman fund.


mbl.is Fischer jarðsettur í kyrrþey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er nú nokkuð viss um að það hafi verið hluti af plottinu hjá kallinum og stuðningsmönnum hans, þ.e. láta alla missa sig yfir Þingvallahugmyndinni og dreifa þannig athyglinni á meðan sá gamli laumaðist austur í Flóa án þess að nokkrum dytti sá leikur í hug?

Hann átti sannarlega síðasta leik í sínu lífstafli.

Páll Rúnar Pálsson (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband