Ég er vinur DAS

Nýstárleg auglýsing hjá SÍBS, þar sem höfðað er til vinargreiða okkar, samvisku og góðvildar. Ég er vinur SÍBS, segir kona og þylur væntanlega upp happdrættisnúmerið sitt sem hún hefur verið með í árafjöld, kannski án þess að hafa nokkurn tímann unnið krónu. Þannig er amk með mig hjá DAS. Ég er vinur DAS, m.a.s. mjög góður vinur. Hef spilað þar í svo mörg ár að ég man ekki hvað þau eru orðin mörg. Framlag mitt er áreiðanlega farið að skipta hundruðum þúsunda króna. Hins vegar man ég mjög vel að ég hef aldrei unnið, ekki einu sinni, en grunsamlega margir í kringum mig með svipaða talnarunu unnið oftar en einu sinni. Þessi útdráttar-tölva mætti nú fara að muna eftir mér!

Það er gott að geta gert góðverk og stutt góð málefni. Ég er ekki bara vinur DAS, ég er vinur Krabbameinsfélagsins, ég er mjög oft vinur Lottósins og Lengjunnar, ég er vinur Barnaheilla um jólin þegar samtökin senda mér jólakort og sama má segja um Rauða krossinn. Og svo er ég vinur RÚV, líkt og allir hinir sem greiða afnotagjöldin... 

En allt er þetta nú í gamni sagt, áreiðanlega á ég eftir að fá þetta framlag til DAS margfalt til baka. Til þess verð ég að tóra fram á elliárin, geri það þó tæpast með því að sitja á rassgatinu allan liðlangan daginn og bulla einhverja bölvaða vitleysu...W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Nei, reyndu að lyfta setgagninu og gera eitthvað af viti…

Ég þekki svona vináttu sem þú nefnir. Fæ þó oftast dulítinn vináttuvott á móti svona við og við, sem kannski dugar til að spila frítt það árið…

Það er sérstök manngerð sem fær stóru vinningana. Líklega þeir sem aldrei lyfta rassgatinu…

Mbkv

Sigurður Hreiðar, 15.1.2008 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband