Skaupið endursýnt og Laugardagslögin endalausu

Sjónvarpið bauð manni í gærkvöldi upp á endursýnt Áramótaskaup og upprifjun á Laugardagslögunum og eftirminnilegustu atvikum þar til þessa. Gaf ágætis fyrirheit um gott sjónvarpskvöld. Hið merkilega var að Skaupið var ekki ekki eins gott í endursýningu, enda var maður staddur í allt öðru umhverfi og stemningu á gamlárskvöld heldur en í gærkvöldi. Skaupið á bara að virka einu sinni, það á ekki að þurfa fleiri sýningar til að fólk fatti brandarana.

Ég er búinn að týna þræðinum í Laugardagslögunum. Keppnisfyrirkomulagið er orðið allt of flókið og langdregið. Nú var upplýst að sérstök dómnefnd væri búinað velja þrjú lög í aukaþátt eftir viku. Maður stóð í þeirri trú að lögin sem lentu í öðru sæti, sem hlustendur Rásar 2 kusu sérstaklega, fengju annan séns í aukaþættinum, ekki bara þrjú lög valin af einhverri dómnefnd. Á mínu heimili voru amk mikil vonbrigði að sjá ekki lagið áfram sem Hara-systur fluttu, og val þessarar dómnefndar æði sérstakt. Kæmi ekki á óvart að þjóðin verði búin að fá sig fullsadda af Euruvision þegar líður á veturinn. Að auki er hægt að hætta þessu strax og tilkynna Ho ho ho, hey, hey hey sem sigurlagið. Hin lögin eiga ekki séns.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband