10.11.2007 | 23:00
Spænskur spennutryllir...
Deginum var bjargað, þökk sé Hvirfilbylnum Torres, sem létti á spennunni á 81 mínútu, eftir einstefnu okkar Púllaranna fram að þeim tíma. Maður var farinn að reyta hár sitt, eða það litla sem eftir er af hárprýðinu. Þvílíkar stáltaugar sem Benitez hefur; Við sýndum þolinmæði! Þó að leiktíminn sé nú 90 mínútur er óþarfi að láta mann kveljast í 80 mín. Annnars missti ég alveg af því mómenti þegar Benitez á að hafa brosað út í annað munnvikið, maðurinn sem aldrei sást brosa í 8-0 sigrinum. Kannski er bara betra að brosa ekki neitt, frekar en þetta þvingaða fagn sem t.d. Wenger sýnir þegar Arsenal skorar. Hvernig hann hristir hendurnar og rís upp frá varamannabekknum er afskaplega ósannfærandi. Rafa kallinn er líklegast á löngum ferli búinn að stúdera að betra sé að sitjast sem fastast og sýna engin svipbrigði, vitandi það að allar myndavélar á vellinum eru á honum.
Þessi sigur okkar manna var afskaplega kærkominn, og nú eru þeir komnir í toppslaginn fyrir alvöru, en eins og leikurinn þróaðist er hann sönnun þess, "því miður" fyrir gagnrýnendur Benitez, að það sé ekki garanterað að sami mannskapur geti brillerað tvo leiki í röð. Það var ekki fyrr en Torres, eða El Ninjo, kom inn á að eitthvað rættist úr færunum sem helst Voronin hafði áður fengið. Crouch var lítt áberandi, fékk lítið af sendingum upp á kollinn, og Jússi Benayoun var ekki svipur hjá sjón.
Við munum því sjá breytt lið hjá Benitez næst, kallinn hefur því miður sannað að það þurfi að hræra svolítið í liðinu til að fá það til að virka. Enda svosem nóg af mannskap
Benítez: Sýndum þolinmæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- annapala
- attilla
- bjarnihardar
- davidlogi
- esv
- elvabjork
- ellikonn
- eysteinn-thor
- gudrunvala
- hoskuldur
- jamesblond
- kalli33
- kristjanb
- raggibjarna
- ragnhildur
- rungis
- naiv
- seth
- sigurdurarna
- soli
- laufabraud
- gudni-is
- gusti-kr-ingur
- businessreport
- ornsh
- vitinn
- gattin
- muggi69
- sverrirth
- sveitaorar
- gudrununa
- okurland
- steinunnolina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Athugasemdir
Ég sá því miður ekki leikinn en eitthvað segir mér að leikmenn Fulham séu aðeins erfiðari viðureignar en leikmenn Besiktas svo það var kannski ekki hægt að ætlast til þess að fá svona stór sigur annan leikinn í röð. En sigur var það og ef rétt er að einstefna hafi verið að marki Fulham þá stóð þetta byrjunarlið sig ekki illa spilandi sinn annan leik á innan við
Sigþór Óskarsson (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 22:11
þetta átti nú að enda á "innan við viku"
Sigþór Óskarsson (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 22:13
Maður getur ekki kvartað, frændi, eftir að sigur náðist í höfn, þó að djúpt hafi verið á mörkunum. Vonandi heldur kallinn Crouch inni.
BJB (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.