8.11.2007 | 21:35
They tell me it's Flísabúðin!
Einhverjir fastagestir hafa kannski verið farnir að halda að maður væri horfinn fyrir fullt og allt, en ritstííflan stafar aðallega af leti eftir vetrarfrí, og eftirköstum eftir þá leti. Eins og það hafi ekki verið tilefni til að skrifa um, þó ekki væri nema 8-0 sigur Púllaranna á Tyrkjaguddunum. Vonandi hefur Rafa kallinn fattað að Krátsinn á alltaf að vera í byrjunarliðinu, alltaf - ekki bara stundum. Maður var orðinn hræddur um að næst færi Gerrard í markið...
Svo gæti ég líka sagt frá gamla manninum sem hringdi í Sigurð G. Tómasson á Útvarpi Sögu og sagðist vera búinn að finna lausnina á vandanum við að pissa standandi í klósettið og bunan út um allt, eða eins og hann sagði hreinskilningslega að bunan vildi stundum klofna í tvennt. En lausnin var sú að hann sagðist vera farinn að pissa í vaskinn á klósettinu. Hélt fyrst að þetta væri eitthvað grín, og að Tvíhöfði hefði skipt yfir á Sögu, en manninum var fúlasta alvara, og maður sá í gegnum útvarpstækið að andlitið á Sigurði G datt af. Nei, svona gerir maður ekki, sagði hann með föðurlegum tóni...
Svo rakst ég á þennan skemmtilega Víkverja í Mogganum á dögunum, birt með góðfúslegu leyfi:
"Víkverji brá sér á Hótel Búðir um helgina með sinni heittelskuðu og þvílík himnasæla. Hótelið, herbergið, þjónustan, maturinn, veðrið, lognið; allt saman fyrsta flokks, svo ekki sé talað um umhverfið. Víkverji hefur ekki komið á Búðir eftir að gamla hótelið brann og nýtt var reist. Byggingin kom skemmtilega á óvart, ekki síst að innanverðu þar sem vandað hefur verið til verka með mikilli reisn, smekkleg hönnun í hólf og gólf.
Göngutúr um Búðahraunið var hressandi í blíðviðrinu, þar sem við blasti Búðakirkja, Staðarsveitin og sjálfur konungur fjallanna á Nesinu; Snæfellsjökull. Reyndar ekki allur upp á topp en það nægði Víkverja að sjá í fjallsræturnar í þetta sinn. Jökullinn dró síðan leiktjöldin frá daginn eftir, yfir morgunverðinum, er snjór var yfir öllu frá fjalli til fjöru. Reyndar stóð sú sýning stutt yfir en jökullinn er ekki allra öllum stundum. Óviðjafnanlegt er að fagna vetri í þessu umhverfi og það hljóta gestir á fullbókuðu hótelinu að geta tekið heils hugar undir. Fólk af öllum toga, innlent sem erlent, komið til að slaka á í rólegu umhverfi.
Að kveldi fyrsta vetrardags var snætt af fimm rétta matseðli þar sem hver rétturinn öðrum betri bráðnaði í munni. Humarinn, öndin, hrefnukjötið, saltfiskurinn og gæsin. Allt var þetta eldað og borið fram af miklum myndarskap og engir tveir diskar eins. Víkverji sýndi einum þeirra sérstakan áhuga, ferköntuðum og þykkum steinplatta, og ímyndaði sér að efniviðurinn væri áreiðanlega sóttur í umhverfið á Nesinu, svo hrjúft og náttúrulegt var grjótið ásýndar og viðkomu. Var enskumælandi þjónn spurður um uppruna plattans og þar sem hann, eða öllu heldur hún, sagðist ekki vita það ætlaði hún að spyrjast fyrir. Hún kom að vörmu spori, og Víkverji orðinn forvitinn, en það skal viðurkennast að svarið kom skemmtilega á óvart og dró örlítið úr stemningu stundarinnar hjá náttúruelskandi turtildúfunum:
"They tell me it's Flísabúðin" "
Bloggvinir
- annapala
- attilla
- bjarnihardar
- davidlogi
- esv
- elvabjork
- ellikonn
- eysteinn-thor
- gudrunvala
- hoskuldur
- jamesblond
- kalli33
- kristjanb
- raggibjarna
- ragnhildur
- rungis
- naiv
- seth
- sigurdurarna
- soli
- laufabraud
- gudni-is
- gusti-kr-ingur
- businessreport
- ornsh
- vitinn
- gattin
- muggi69
- sverrirth
- sveitaorar
- gudrununa
- okurland
- steinunnolina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.