Hvað á að syngja? Tíu litlir blökkudrengir?

Það fór eins og mann grunaði, endurútgáfa á barnabókinni um negrastrákana kom við kauninn á fólki. Mikið afskaplega erum við orðin viðkvæm, rétttrúuð og húmorslaus.  Það hefði þá kannski verið nær að láta Biblíufélagið endursemja textann og samræma hann rétttrúnaði nútímans. Hvað hefði þá átt að nota í staðinn?  Svörtu strákarnir? Blökkudrengirnir?

Negrastrákarnir er einfaldlega klassískt bókmenntaverk sem hefur verið til á öðru hverju heimili í landinu síðustu 30 árin. Hún er væntanlega endurútgefinn þar sem útgefandinn fann fyrir eftirspurn eftir henni. Hún er ekkert betri eða verri en margar barnabækur sem koma á markaðinn, sumar hverjar með slíku orðbragði að maður hefur við upplestur roðnað og tautað innra með sér hverslags bull þetta er. En þetta eru skáldverk og óþarfi að úthrópa þau á götum úti.

Umræða um innflytjendur eða fólk af erlendum uppruna einkennist á stundum af móðursýki, og fjölmiðlar t.d. gagnrýndir fyrir að geta uppruna fólks í fréttum, ekki síst í lögreglufréttum og sakamálum. Vissulega bera fjölmiðlar þarna ábyrgð og mega ekki kynda undir óþarfa kynþáttafordóma, en ég sé enga fordóma vera í því að segja að brotamenn eða sakamenn hafi verið íslenskir, pólskir, breskir, kínverskir eða grænlenskir. Þetta eru einfaldlega staðreyndir mála, alveg eins og hvar atburður átti sér stað, hvernig og af hverju.

Við Íslendingar búum í gjörbreyttu samfélagi frá því fyrir fáum árum, þar sem innflytjendum hefur fjölgað gríðarlega. Það er bara hið besta mál, einhvern veginn verðum við að manna störfin sem við höfum búið til og það er óþarfi að vera með einhverja viðkvæmni í umræðu um þetta ágæta fólk. Upp geta komið smávægilegir árekstrar, þá einkum vegna tungumálaörðugleika, og það var magnaður sketsinn hjá Spaugstofunni um síðustu helgi, þegar gamla fólkið var komið á skólabekk að læra taílensku og pólsku, t.d. að spyrja á taílensku: Viltu rétta mér hlandkoppinn? ÓborganlegtLoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

ég er nú bara alveg hissa að ekki skuli vera komin færsla um liverpool leikinn. ótrúlegt að vinna svona stórt í jöfnum leik...

arnar valgeirsson, 6.11.2007 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 129
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 129
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband