Nú er það Operation Olsen-Olsen!

Ánægjulegt að fjölga skuli í víkingasveitinni, ekki veitir af í baráttunni við skipulögð glæpasamtök og illræmd fúlmenni, sem virðast farin að flykkjast til landsins stríðum straumi, að ógleymdum glæpamönnum Íslands.

En það að víkingasveitarmennirnir verði 52 gefur gárungum eins og mér færi á að benda á þá skemmtilegu staðreynd að þetta er sami fjöldi og spilin eru í hefðbundnum spilastokki! Nú getur hver og einn liðsmaður fengið status, allt frá Hjarta-ás til Laufa-Kóngs, og allt þar á milli, allt eftir því hve háttsettir menn eru innan sveitarinnar. Og svo gefur þetta lögreglunni færi á að gefa aðgerðum sínum skemmtileg heiti, eins og Operation Poker, Operation Olsen-Olsen eða bara Operation Manni, alveg eins og Operation Pole-Star í skútusmyglinu á dögunum.

Vona að maður verði ekki böstaður vegna þessarar bloggfærslu en hér er þó amk komin hugmynd fyrir nafngiftir í fjarskiptum víkingasveitarinnar. Einhver dulnefni verða menn að hafa....Police

 

 


mbl.is Víkingasveitin verði skipuð 52 lögreglumönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

það vantar jókerana maður. höfum þá fimmtíuogfimm og þá er operation joker alveg trekk í trekk.

þegar skúta siglir austur fyrir land þá er það auðvitað: operation hornarfjarðarmanni...

og auðvitað eiga allir að vera klæddir samkvæmt status. fæst ódýrt í leikbæ.

arnar valgeirsson, 22.10.2007 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband