17.10.2007 | 21:09
Tapaði bjórkippu...
Ég á einhvern tímann við gott tækifæri eftir að rukka vin minn Eyjólf um bjórkippuna sem ég tapaði í veðmáli í kvöld! Ætla rétt að vona að hann taki þessa drengi sína og húðskammi þá fyrir að gera ekki það sem fyrir þá er lagt, og láti þá taka 100 armbeygjur eftir leik. Palli Ragnars lét okkur amk hlaupa einn hring eftir tapleiki hjá Stólunum í gamla daga, sem reyndar voru svolítið margir....
Merkilegur þessi grátkór sem alltaf fer í gang eftir tapleiki, Reka þjálfarann, reka þjálfarann! Í þessu tilviki er það engin lausn. Til bóta væri að draga Eið Smára aftar á völlinn, hann er of góður til að hanga frammi og taka af honum fyrirliðabandið til að færa hann nær hinum drengjunum. Þessi frábæri fótboltamaður er að verða of stór biti fyrir landsliðið, þó ljótt sé að segja þá spilum við jafnvel betur án hans.
Við eigum að sýna meiri þolinmæði og byggja upp samhent lið til næstu afreka. Ljóst er að alþjóðaboltinn er í mikilli framför, meira að segja Liechtenstein er bara með nokkuð gott lið, og litlar þjóðir eru að dragast meira aftur úr þeim stóru. Þetta er raunveruleiki sem við verðum að sætta okkur við.
Við eigum að horfa fram á veginn, fylkja okkur um Eyjólf og landsliðið og öskra Áfram Ísland áður en við leggjumst á koddann í kvöld... og þegar við vöknum í fyrramálið.
ps. hafi einhver haldið að ég hafi verið möggaður í Kína, eða hrapað með vélinni, þá er ég semsagt löngu lentur en fékk bara einfaldlega bloggstíflu og depressjón eftir byltinguna í Ráðhúsinu og alla þá vitleysu sem þar gekk á
Ljótur skellur Íslands í Liechtenstein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- annapala
- attilla
- bjarnihardar
- davidlogi
- esv
- elvabjork
- ellikonn
- eysteinn-thor
- gudrunvala
- hoskuldur
- jamesblond
- kalli33
- kristjanb
- raggibjarna
- ragnhildur
- rungis
- naiv
- seth
- sigurdurarna
- soli
- laufabraud
- gudni-is
- gusti-kr-ingur
- businessreport
- ornsh
- vitinn
- gattin
- muggi69
- sverrirth
- sveitaorar
- gudrununa
- okurland
- steinunnolina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Athugasemdir
Það er óþarfi að vernda vin þinn. En viðurkenndu það hann er búinn að gera allt en finnur engar lausnir. Sorry fyrir frænda þinn vinn og félaga úr Tindastól. En guðs bænum ætti hann að sega af sér.
Þórður Steinn Guðmunds, 17.10.2007 kl. 21:20
hélt þú hefðir móðgast og hætt að skrifa eftir síðustu færslu. en gott að þú ert að braggast.
1. þegar maður er blaðamaður er slæmt að fá ritstíflu, nú eða bloggstíflu. maður á að vera endalaust forvitinn og krítiskur og blogga um allar hugarins lendur. annars verður maður ja, hvað, já, drekinn....
2. lifi byltingin. annars er ég sammála þér með að þetta hafi verið ljóta vitleysan en ekki græt ég brotthvarf sjallana og þó nafni þinn ingi fái á sig hríðskotabyssuskotin, þá komst hann vel að orði þegar hann sagði að sjálfstæðisflokkurinn yrði að læra það að vera í samstarfi þýði að vinna með einhverjum, ekki segja þeim hvað á að gera.
3. hef varið eyjólf hingað til og viljað gefa honum tíma. við eignumst ekki topplandslið á einni nóttu. hefur alveg komið í ljós. mörgum sinnum....en.
halló hafnarfjörður. Lichtenstein er númer eitthvað 148 á listanum og Lettar eru neðar en við, held ég allavega. og þessi lið eru að myrða okkur. annaðhvort erum við bara svona ógeðslega lélegir eða eitthvað er að. við höfum alltaf átt lið sem getur eitthvað einn leik og svo ekki söguna meir. og við vorum að deyja úr monti yfir að ná jafntefli við spán á heimavelli einum fleiri frá 20. mínútu.
eyjólfur er óreyndur þjálfari og á eftir að braggast. ekki spurning. en ég var að lesa hvernig vísirpunkturis fylgdist með í beinni og þar voru willum, guðmundur ben og ólafur kristjáns algjörlega lens og trúðu ekki hvað var að gerast, þetta var svo aumt. við bara hljótum að geta betur en þetta maður minn.
arnar valgeirsson, 17.10.2007 kl. 21:40
Arnar minn.
Vil nú byrja á að þakka þér áhuga og lestur á þessari litlu bloggsíðu, sem sett var upp í bríaríi, var þó allsgáður. En varðandi landsliðið þá stendur maður að sjálfsögðu með sínum manni gegnum þykkt og þunnt. Fyrr eða síðar munum við sjá ljósið og uppskera. Eins og félagi minn sagði svo sköruglega í kvöld, Róm var ekki byggð á einni nóttu...
Björn Jóhann Björnsson, 17.10.2007 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.