Miðpunkturinn á götum úti!

Sértu Evrópubúi og í XXXL-stærð, og vantar einhverja athygli á götum úti, þá skaltu labba í fjölskyldugarðinn og ströndina, eða hvar sem þú ert í Kína. Þannig var amk tilfinningin að ganga um götur og Qingdaoborgar í dag, þar sem allra augu beindust að mér. Kannski ekki nema von, þar sem hvergi var hvítan mann að sjá og allir þessu ágætu Kínverjar eru einhvern veginn allir eins, smávaxnir, dökkhærðir og flottir. Þar er engum aukakílóum fyrir að fara. Man ekki til þess að hafa séð digran Kínverja í túrnum hérna til Qingdao.

Alveg mögnuð ferð og maður kemur heim reynslunni ríkari, svo ekki sé talað um kínverskuna. Nú get ég sagt hvaðan ég kem, hvernig ég á að þakka fyrir mig og hvernig á að skála! Hér hefur verið komið fram við Íslendingana eins og þeir væru í guðatölu, öllum götum lokað á meðan við erum á ferðinni, jafnvel þótt Ólafur Ragnar og Dorrit eru ekki með, og skrítin tilfinning að horfa á fólkið á götum úti, þar sem eins og slökkt hafi verið á kvikmynd og hún sett á pásu á meðan við förum á klóið. Mér skilst að sjaldan hafi verið jafn mikið tilstand í þessari borg og útaf Frónbúunum.

Nú bíður maður bara spenntur eftir heimferðinni, og vonandi þarf ekki að skipta um fleiri varahluti í júmbóþotunni.... Gambei Ging Dao!

 

Heiðursvörður Eimskips á hafnarbakkanum

Í kínverskum skemmtigarði í QingdaoRisablöðrur og flugdrekar eru algeng sjón

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

þú lætur aldeilis hafa fyrir þér, þegar þú bregður löndum undir fót. og það eru þá semsagt hrísgrjón með sojasósu, alveg fram að jólum. þá færðu grænmetisbuff....

arnar valgeirsson, 8.10.2007 kl. 01:11

2 Smámynd: Sigurður Elvar Þórólfsson

Björn, ef þú ert í XXXL stærð þá ert þú ekki maðurinn á bak við hadegismoar.blog.is mötuneytis bloggið.

Við erum allavega ekki á meðal þeirra grunuðu enda sést þá á okkur.

Erum sko ekki fokhættu. 

Sigurður Elvar Þórólfsson, 17.10.2007 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband