1.10.2007 | 22:49
Alzheimer light
Heyrði hreint ágætis sögu í kvöld af ónefndum Vestfirðingi, sem var jafnan utangátta og mikill prófessor til orðs og æðis. Einhverju sinni mun hann hafa verið að hella í kaffibolla sinn er hann sagði líkt og einhver annar en hann væri að tala, er bollinn var að fyllast: Takk, takk, ekki meira. Vel má vera að þetta sé þjóðsaga, en ágæt er hún engu að síður.
Sagan fékk mann til að rifja upp í huganum ýmis smávægileg atvik úr hinu daglega lífi, sem virðist benda til að maður geti verið hættulega mikið utan við sig, allt að því með Alzheimer light, þó að ekki vilji ég gera lítið úr þeim hörmulega sjúkdómi sem herjar á eldra fólk. En þetta hefur þó ágerst á ofanverðum fertugsaldrinum og nú í byrjun fimmtugsaldursins. Maður er kannski bara orðinn fjári gamall.
En það er ekki normalt að gleyma og týna símanum í tíma og ótíma, skilja peningaveskið eftir í buxum aldrei þessu vant og henda þeim svo í þvottavélina, standa upp frá básnum í vinnunni til að sækja blað úr prentaranum en koma svo til baka á borðið með vatnsglas úr eldhúskróknum, beygja á götum borgarinnar til hægri þegar maður ætlaði til vinstri, og þannig mætti lengi telja.
Þetta eru svosem ekki stórvægileg afglöp en geta verið vísbending um alvarlega þróun. En allt er á réttum stað núna og ég held ég standi bara upp og fái mér vatnssopa. Það er slökkt á prentaranum...
Bloggvinir
- annapala
- attilla
- bjarnihardar
- davidlogi
- esv
- elvabjork
- ellikonn
- eysteinn-thor
- gudrunvala
- hoskuldur
- jamesblond
- kalli33
- kristjanb
- raggibjarna
- ragnhildur
- rungis
- naiv
- seth
- sigurdurarna
- soli
- laufabraud
- gudni-is
- gusti-kr-ingur
- businessreport
- ornsh
- vitinn
- gattin
- muggi69
- sverrirth
- sveitaorar
- gudrununa
- okurland
- steinunnolina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 32166
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Athugasemdir
í fyrsta lagi björn, þá ertu ekki orðinn gamall. ekki láta svona frá þér.
svo gerir maður kannski mistök þegar mikið er um að hugsa eða mikið að gera í vinnunni og svona.
svo ertu líka frá sauðárkróki og ekkert skrýtið að þú beygir í vitlausa átt í stórborginni. það er líka orðið þannig yfirleitt að ef maður ætlar í vestur þá beygir maður í austur... en það lærist.
þú ert bara kettlingur þó tónlistarsmekkurinn sé sá sami og var hjá forfeðrum þínum í skagafirðinum.
arnar valgeirsson, 2.10.2007 kl. 00:40
Ég kannast vel við þetta og hef gert nær alla ævi. Það er bara sumt sem ekki festist í hausnum á manni og þegar maður þarf í búðina að kaupa fleiri hluti en þrjá, þarf maður miða, það er bara þannig. Svo getur maður munað símanúmer og netföng alveg í lange baner.
Karl Jónsson, 4.10.2007 kl. 10:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.