Í lögreglufylgd í Kína

Mátti til með að hripa niður smá bréf frá Kína. Staddur hér í borginni Qingdao í vinnuferð fyrir Moggann, að fylgjast með Eimskipsmönnum opna nýja frystigeymslu og treysta samskiptin við Kínverja. (Endilega kaupið Moggann um helgina!)

Flugum hingað í einni strikklotu með Boiing jumbóþotu, nærri 10 tímar, og lengsta flug sem maður hefur afrekað. Aldrei stigið upp í svona ferlíki, merkilegt að þetta komist á loft, og það svo sem byrjaði ekki vel í gærkvöldi í Keflavík, þegar ferðin tafðist um tvo tíma vegna bilunar í einum hreyflinum. Kannski ekkert sérlega uppörvandi fréttir fyrir svona langt flug, að það voru bara ræstir út flugvirkjar og þeir skiptu um varahluti á mettíma.

Fengum konunglegar móttökur í Qingdao og ljóst að Eimskip og Ísland eru í miklum metum í borginni. Fáum lögreglufylgd út um allt, meira að segja í skoðunarferðir, og gatnamótum lokað á meðan. Og forsetinn okkar, Ólafur Ragnar, ásamt Dorrit, eru ekki einu sinni mætt.  Reynsluboltar í viðskiptaferðum til útlanda muna ekki aðrar eins móttökur. Okkur líður svolítið eins og þjóðhöfðingjum, óbreyttir Íslendingar um borð í rútum.

Hef ekki komið til Kína áður en þetta er nokkuð myndarleg borg, gríðarleg uppbygging og kranar úti um allt. (Það er víðar byggt en í Reykjavík!) Borgin hefur líklega evrópskara yfirbragð en margar aðrar kínverskar borgir, enda er hún nánast stofnuð af Þjóðverjum fyrir rúmum 100 árum. Þeir hafa greinilega kennt kínverjunum að brugga ágætis bjór því Tsingtao-bjórinn fær bestu meðmæli!

Læt hér staðar numið, kvöldverður býður eftir manni og smá íslenskt partí þar sem mér skilst að Jón Ólafs og Eyjólfur Kristjáns munu troða upp. Menn eru flottir á því hérna, og hótelið ekkert slor....kinamyndir 001

kinamyndir 002kinamyndir 003kinamyndir 004

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

ef þú ætlar að vera étandi allan tímann og með myndavél á lofti, væni minn, þá verður þér ekkert að ritverki.

en ég öfunda þig ponkupons, þar sem kína er draumalandið mitt. bið að heilsa hans braga bernharðssyni ef þú sérð hann þarna á vappi.

arnar valgeirsson, 5.10.2007 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband