22.9.2007 | 16:51
Flott 8-2-0 kerfi hjá Birmingham!
Beneitez hefði betur byrjað með fjóra sóknarmenn inn á í dag, þá Torres, Crouch, Kuyt og Voronin, til að eiga séns í vörnina hjá Birmingham. Hvernig er hægt að spila fótbolta á móti liði sem spilar leikkerfið 8-2-0?! Mínir menn kannski ekki með sinn besta dag en dagsskipunin hjá gamla Bruce-brýninu var að pakka saman í vörn og vona hið besta. Þvílík leiðindi, það á að banna svona fótbolta. Annars tel ég að Voronin komi betur út á miðjunni en fremsti maður, ekki laust við að hann sé í þyngri kantinum þessa dagana. Það verður að taka af honum nammidagana!
Verst var að heyra af 5-0 sigri Arsenal á sama tíma, nú verða Arsenal-aðdáendur á mínum vinnustað gjörsamlega óþolandi eftir helgina. En okkar tími mun koma, stend enn við þá spá mína að Liverpool standi uppi með Englandsmeistaratitilinn í vor.
Stórsigur Arsenal - markalaust hjá Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- annapala
- attilla
- bjarnihardar
- davidlogi
- esv
- elvabjork
- ellikonn
- eysteinn-thor
- gudrunvala
- hoskuldur
- jamesblond
- kalli33
- kristjanb
- raggibjarna
- ragnhildur
- rungis
- naiv
- seth
- sigurdurarna
- soli
- laufabraud
- gudni-is
- gusti-kr-ingur
- businessreport
- ornsh
- vitinn
- gattin
- muggi69
- sverrirth
- sveitaorar
- gudrununa
- okurland
- steinunnolina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Athugasemdir
veit ekki betur en liverpool hafi spilað þetta leikkerfi ár eftir ár og ekki voru þeir reknir úr keppni
einar heiðar (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 18:05
Ég held nú að þetta Derby lið sé dæmt til þess að falla strax aftur úr úrvalsdeildinni. Stóru liðin eru gjörsamlega að slátra þeim og þeir eru búnir að fá á sig 20 mörk í 7 leikjum.
Annars verður ekki af Birmingham tekið að þeir spiluðu fínan varnarleik. Maður getur ekki ætlast til þess að þessi minni lið ætli sér að spila bullandi sóknarleik á útivelli gegn stóru liðunum, það er nú bara uppskrift að stóru tapi. Menn verða bara að reyna að brjóta þá á bak aftur og setja á þá mark til þess að fá þá framar...
Ætli Derby hafi verið að reyna að spila sóknarbolta gegn Liverpool og Arsenal, það kannski útskýrir þessa markasúpu sem þeir fengu á sig.
Jon Hrafn (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 18:26
Einar! Þú er hreint ágætur, hlýtur að eiga ættir að rekja í Skagafjörð, en heldurðu að Liverpool væri á þeim stað sem það er í dag ef það hefði spilað 8-2-0 síðustu árin, td í Meistaradeildinni?
BJB (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 19:11
Birmingham var betri aðilinn í leiknum... það er ljóst. Þeir voru betri í vörn en Liv í sókn og þeir náðu að auki markmiði sínu ! :D
YNWA - You'll Never Work Again... allir á velferðarkerfið!
Offi (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 21:44
Já.. púlararnir verða nátturlega að finna leið til að sigra þessi litlu lið sem pakka í vörn. Þar sem það er pottþétt að Birmingham er ekki eina liðið sem á eftir að spila þetta kerfi í vetur og til að eiga séns á titlinum þá er nauðsinlegt að vinna svona leiki.
En það er allavega ekki hægt að segja að Dreby hafi verið spila mikla vörn á móti Liverpool og Arsenal
Sigþór Óskarsson (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 13:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.