Flott 8-2-0 kerfi hjá Birmingham!

Beneitez hefði betur byrjað með fjóra sóknarmenn inn á í dag, þá Torres, Crouch, Kuyt og Voronin, til að eiga séns í vörnina hjá Birmingham. Hvernig er hægt að spila fótbolta á móti liði sem spilar leikkerfið 8-2-0?! Mínir menn kannski ekki með sinn besta dag en dagsskipunin hjá gamla Bruce-brýninu var að pakka saman í vörn og vona hið besta. Þvílík leiðindi, það á að banna svona fótbolta. Annars tel ég að Voronin komi betur út á miðjunni en fremsti maður, ekki laust við að hann sé í þyngri kantinum þessa dagana. Það verður að taka af honum nammidagana!

Verst var að heyra af 5-0 sigri Arsenal á sama tíma, nú verða Arsenal-aðdáendur á mínum vinnustað gjörsamlega óþolandi eftir helgina. En okkar tími mun koma, stend enn við þá spá mína að Liverpool standi uppi með Englandsmeistaratitilinn í vor.


mbl.is Stórsigur Arsenal - markalaust hjá Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

veit ekki betur en liverpool hafi spilað þetta leikkerfi ár eftir ár og ekki voru þeir reknir úr keppni

einar heiðar (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 18:05

2 identicon

Ég held nú að þetta Derby lið sé dæmt til þess að falla strax aftur úr úrvalsdeildinni. Stóru liðin eru gjörsamlega að slátra þeim og þeir eru búnir að fá á sig 20 mörk í 7 leikjum.

Annars verður ekki af Birmingham tekið að þeir spiluðu fínan varnarleik. Maður getur ekki ætlast til þess að þessi minni lið ætli sér að spila bullandi sóknarleik á útivelli gegn stóru liðunum, það er nú bara uppskrift að stóru tapi. Menn verða bara að reyna að brjóta þá á bak aftur og setja á þá mark til þess að fá þá framar...

Ætli Derby hafi verið að reyna að spila sóknarbolta gegn Liverpool og Arsenal, það kannski útskýrir þessa markasúpu sem þeir fengu á sig.

Jon Hrafn (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 18:26

3 identicon

Einar! Þú er hreint ágætur, hlýtur að eiga ættir að rekja í Skagafjörð, en heldurðu að Liverpool væri á þeim stað sem það er í dag ef það hefði spilað 8-2-0 síðustu árin, td í Meistaradeildinni?

BJB (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 19:11

4 identicon

Birmingham var betri aðilinn í leiknum... það er ljóst. Þeir voru betri í vörn en Liv í sókn og þeir náðu að  auki markmiði sínu ! :D

 YNWA - You'll Never Work Again... allir á velferðarkerfið!

Offi (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 21:44

5 identicon

Já.. púlararnir verða nátturlega að finna leið til að sigra þessi litlu lið sem pakka í vörn. Þar sem það er pottþétt að Birmingham er ekki eina liðið sem á eftir að spila þetta kerfi í vetur og til að eiga séns á titlinum þá er nauðsinlegt að vinna svona leiki.

En það er allavega ekki hægt að segja að Dreby hafi verið spila mikla vörn á móti Liverpool og Arsenal

Sigþór Óskarsson (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband