Alltaf gaman að slá í gegn

Nú er golfvertíðin að klárast og maður búinn að puða nokkrum sinnum úti á velli, með misgóðum árangri eins og gengur, og það sem heldur manni ennþá í þessu eru góðu höggin sem koma öðru hvoru. Þá er gaman að slá í gegn. Eitt skemmtilegasta mótið hverju sinni er golfmót burtfluttra Skagfirðinga á höfuðborgarsvæðinu, en því eru gerð góð skil á hinum ágæta vef, skagafjordur.com. Allan heiðurinn af því á Gunni bakari, ótrúlegur kallinn, og hann er svo öflugur að honum tókst að plata mig í næstu mótstjórn! Tilkynnti það með þeim hætti að maður fékk ekki tækifæri til að segja nei.

Hvet alla til að drífa sig í golfið, hreint magnað sport. Og alla burtflutta Skagfirðinga hvet ég til að mæta á næsta mót. Ekki seinna vænna en að undirbúa sig fyrir átökin eftir ca 50-52 vikur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Golf ? Golf ! hér er ástæðan hvers vegna ég spila aldrei GOLF

Halldór Sigurðsson, 17.9.2007 kl. 20:27

2 Smámynd: Björn Jóhann Björnsson

Góður!! En prófaðu samt

Björn Jóhann Björnsson, 17.9.2007 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 32166

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband