12.9.2007 | 21:55
Sagði ykkur það!
Jæja, loksins íslenskur sigur og hvað sem líður einu sláarskoti þeirra Norður-Írsku þá áttum við þetta fyllilega skilið. Og ég sagði ykkur það, reyndar skeikaði einu marki hjá Íslendingum, en við megum ekki glata trúnni. Hún getur flutt fjöll. Til hamingju Jolli og aðrir kringum landsliðshópinn, þið eruð langbestir!
Guðjóni Þórðarsyni verður ekki að ósk sinni í bili, hann er ekki að verða landsliðsþjálfari. Jolli hefur löngu sýnt og sannað að hann er á réttum stað. Hann og Bjarni hafa barið hópinn saman, vel studdir af frábærum stuðningsmönnum í stúkunum. Svona á stemningin að vera kringum landsliðið og ánægjulegt að heyra hve Eiður Smári var jarðbundinn og yfirvegaður eftir leikinn. Hann má þó passa sig inni á vellinum, að hreyta ekki ónotum í sína leikfélaga þó að þeim skriki eitthvað fótur. Það var liðsheildin sem skóp sigurinn í kvöld, ekki einstakir leikmenn. Þvílíkur kraftur í Gunnari Heiðari, hann á skilið að vera þarna fremstur og langskynsamlegast að hafa Eið Smára á miðjunni. Þar nýtast hans hæfileikar best í landsliðinu, og svo tel ég best að Hermann Hreiðars sé áfram fyrirliði, það tekur ákveðna pressu af Eiði.
ps. ég hef enga samúð með Keith Gillespie, hef aldrei þolað leikmanninn, enda lék hann með United. Hefði hann ekki verið þarna, hefði Eiður Smári smellt tuðrunni inn fyrir línuna.
Ísland sigraði Norður-Írland 2:1 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- annapala
- attilla
- bjarnihardar
- davidlogi
- esv
- elvabjork
- ellikonn
- eysteinn-thor
- gudrunvala
- hoskuldur
- jamesblond
- kalli33
- kristjanb
- raggibjarna
- ragnhildur
- rungis
- naiv
- seth
- sigurdurarna
- soli
- laufabraud
- gudni-is
- gusti-kr-ingur
- businessreport
- ornsh
- vitinn
- gattin
- muggi69
- sverrirth
- sveitaorar
- gudrununa
- okurland
- steinunnolina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Athugasemdir
var á leiknum, björn. hef enga samúð með gilla heldur en þvílíkt kjaftshögg fyrir dúddana að fá þetta á sig í lokin. mér fannst við bara lélegir í seinni hálfleik, gátum ekki leikið á milli manna, írarnir tóku alla bolta (svokallaður annar bolti) og voru bara miklu þéttari.
mér fannst þetta fara downhill þegar eiður kom inná en hann reyndar lagði sig fram þegar á leið og stóð sig vel. við vorum einfaldlega heppnir að vinna leikinn. ekkert flóknara en það.
en sætt var það nú samt.
við megum nú ekki hæpa þetta of mikið upp, fyrst verða menn að sýna stabílet og styrk.
tala ekki illa um liðið okkar en við vorum bara heppnir að fá þrjú stig í kvöld.
arnar valgeirsson, 12.9.2007 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.