Mældur úr launsátri!

Þokkalegt bréf sem beið manns í póstinum í dag, nokkurra þúsunda króna sekt frá löggunni á Snæfellsnesi fyrir meintan hraðakstur í Hvalfjarðarsveit í síðustu viku. Á að hafa verið mældur á 96 km hraða, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km. Rekur ekki minni til að hafa mætt lögreglubíl á þeim slóðum, og hvað þá að vera stöðvaður, og mun krefja embættið svara! Einn vinnufélagi minn fullyrðir að búið sé að setja þarna upp hraðamyndavél, og ef svo er þá er hún þokkalega vel falin. Ef ég man rétt var umferðin þarna töluverð og á jöfnum hraða, og hafi maður verið mældur af myndavél, þá er ekki mikið samræmi milli slíkra tækja og "lifandi" lögregluþjóna sem eru ekki að hafa fyrir því að stöðva menn og sekta fyrir að vera á innan við 100 km hraða við góðar aðstæður. Í sömu ferð mætti ég amk tveimur lögreglubílum á svipuðum hraða sem ekki svo mikið sem blikkuðu á mann. Nær væri að elta uppi ökuníðingana sem vaða framúr heilu bílalestunum á 120-140 km hraða, og láta sig litlu varða þó blindhæðir séu framundan.

Þetta er óréttlæti sem verður mótmælt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 32166

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband