Innistæðulítil vegabréf

Var á faraldsfæti um helgina (sem fyrr í sumar og dekkin á Skódanum farin að finna fyrir því). Eitt af því sem hefur verið meðferðis, að kröfu krakkanna, eru vegabréf frá N1 og stimpilkort frá Olís, kallað Ævintýraeyjan. Allt til að safna einhverjum smá vinningum, sælgæti og smáhlutum. Um leið græða olíufélögin á manni með gylliboðum sem ætlað er að lokka börnin á bensínstöðvarnar. Ævintýraeyjan var efst á vinsældalistanum fyrr í sumar, og fljótt var búið að fylla út nógu mörg kort til að allir fengju eitthvað fyrir sinn snúð. Síðan tóku við vegabréf frá N1, en erfiðlega hefur gengið að safna stimplum á þau kort. Vinningarnir hafa oftar en ekki verið uppurnir og starfsfólkið klórað sér í höfðinu yfir því hvað gera ætti í stöðunni. Í veitingaskálanum í Brú kvartaði starfsstúlka undan því að þau fengju svo lítið af þessum vinningum, ,,að ég veit ekki hvað þessir menn eru að hugsa" eins og hún orðaði það með pirring í röddinni.

Á mínum bær hefur það amk verið niðurstaðan hjá krökkunum að Ævintýraeyja Olís hafi verið miklu betri en Vegabréfin hjá N1, vörurnar voru þó til og vinningarnir voru fleiri og meira í þá lagt. Verst er þó að láta þessa ísmeygilegu markaðssetningu ná tökum á fjölskyldunni. Á meðan hækka félögin bara bensínverðið með bros á vör....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband