Færsluflokkur: Bloggar
8.10.2008 | 22:15
No Wonder, no Hope
Enn og aftur ítrekar maður að það er ekki grín hendandi að atburðum líðandi stundar. Fjármálakreppa dynur yfir heiminn, ekki bara litla Ísland, og líklegast mesta kreppa síðan um 1930. En mikilvægast er að geta séð björtu hliðarnar á öllu bölinu. Heyrði einn góðan í dag þar sem Bandaríkjamaður og Íslendingur tóku tal saman. Bandaríkjamaðurinn sagði: ,,We have George Bush, Stevie Wonder, Bob Hope and Johnny Cash." Íslendingurinn var víst ekki lengi að svara: ,,We have Geir Haarde, no Wonder, no Hope, and no Cash."
Svo mörg voru þau orð, en önnur tíðindi í miðri kreppunni vekja líka athygli. Fregnir berast af því að mínir gömlu sveitungar séu í auknum mæli farnir að leggja peninga inn í innlánsdeild Kaupfélag Skagfirðinga. Vonandi fara þeir nú ekki alveg að strauja allt útúr bankaútibúunum á Króknum, en kannski er þetta upphafið að endurreistu SÍS-veldi. Back to basics......!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.10.2008 | 22:37
Af hverju konur þola ekki boltann...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.10.2008 | 02:12
On the road again....
Sannkölluð upplyfting á kreppuvaktinni að verða vitni að þessum viðsnúningi í leiknum, minnti mann á úrslitaleikinn í Aþenu um árið. Algjörlega magnað og gott að stinga upp í þetta nýja auðvald í enska boltanum, það verður vonandi aldrei hægt að kaupa sér enska titilinn.
Það besta við leikinn var að Torres hefur fundið fjölina á ný, nú verða okkur allir vegir færir á næstunni, sjáiði til. Hið versta var að missa Skrtel í meiðsli, hrikalegt að horfa upp á það. En hann bjargaði líklega marki hjá City, sá drengur er að gefa sig 150% í þetta, sem og Kuyt og Carragher og flestir leikmenn í liðinu. Sigurgangan heldur áfram og nú er bara að hrista Chelsea af sér og stinga alla af .... eða þannig
![]() |
Magnaður sigur Liverpool |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.10.2008 | 21:59
100 marka múrinn rofinn
Loksins náði Geirharður að rjúfa 100 marka múrinn fyrir klúbbinn, og þvílíkt mark. Góð úrslit og nokkuð örugg, hélt að mótstaðan yrði meiri hjá Hollendingunum. Okkar menn næsta öruggir upp úr þessum riðli, mikið þarf að gerast til að það klikki. Og enn ánægjulegra var að sjá Keane skora, vonandi að hann sé kominn í gang. Ekki veit maður hvað er að hrella Torres fyrir framan markið, hann er að klúðra hverju færinu á fætur öðru, farinn að hallast að því að málið sé bara þessi stutta klipping!
Nýkominn frá Anfield skildi maður betur af hverju Geirharður renndi sér fótskriðu á þann stað sem hann gerði, fyrir framan stúkuna þar sem aðstandendur og boðsgestir leikmannanna sitja. Þegar menn bíða eftir að skora 100. markið þá bjóða þeir að sjálfsögðu allri familíunni á völlinn...
ps. lauma hér að mynd úr búningsklefa Liverpool á Anfield, því allra heilagasta, að baki leiðsögumannsins Kevin bíður m.a. treyja Gerrards, tilbúin í slaginn...! Og ekki var íburðurinn mikill. Hann ku vera meiri á æfingasvæðinu.
![]() |
Öruggur sigur Liverpool á PSV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2008 | 11:28
Nú gátu þeir unnið...
Svona er fótboltinn óútreiknanlegur, maður gerir sér ferð til Liverpool að horfa á leik gegn Stoke, fyrirfram auðvelt og allt það. Útkoman 0-0 jafntefli. Viku síðar, útileikur gegn erkifjendunum Everton og 2-0 sigur. En sannarlega ánægjuleg úrslit og verst að hafa misst af leiknum, Laufskálarétt var tekin framyfir að þessu sinni. Þokkaleg býtti. Ánægjulegt ef Torres er að komast aftur í gang, þá verða okkur allir vegir færir. Nú er bara spurningin hve lengi við verðum taplausir, eigum við ekki bara að segja fram að jólum
Til að ylja manni við minninguna fylgir hér mynd úr því allra heilagasta í víginu á Anfield, útgangurinn út á völlinn úr búningsklefunum og skiltið "This is Anfield". Að sjálfsögðu var klappað á skiltið!
![]() |
Torres skaut Liverpool á toppinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.9.2008 | 19:49
Hér er 100. mark Gerrards!
Megi Chelsea ganga allt á afturfótunum gegn Stoke á laugardaginn, þeir hvítrauðu og röndóttu djöflar verða erfiðir í vetur ef þeir ætla að pakka í 11 manna vörn, líkt og þeir gerðu gegn mínum mönnum í Liverpool um síðustu helgi. Það var magnað að vera á Anfield í fyrsta sinn, og ná því strax á fyrstu mínútunum að fagna marki, sem var síðan dæmt af af óskiljanlegum ástæðum. Efast um að sá dómari fái mikið af verkefnum í vetur.
Steven Gerrard var rændur 100. marki sínu fyrir félagið en svo skemmtilega vildi til að ég náði því á mynd þegar boltinn lá í netinu, fyrir algjöra slysni. Teygði mig upp í Anfield Road stúkunni og smellti af rælni þegar Gerrard tók spyrnuna. (Ef myndin prentast vel sést boltinn þenja út netmöskvana vinstri megin!) Fagnaði síðan gríðarlega eins og allir Púllarar gerðu á vellinum í nokkrar sekúndur þar til að draumurinn var úti. Hefði þetta mark fengið að standa, er ég viss um að við hefðum rúllað upp Potturunum fimm eða sex núll....!
![]() |
Petr Cech: Stefnum á fernuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2008 | 22:38
Goal ! - enda var eg fyrir aftan markid...
Staddur a Anfield og get stadfest ad thetta var mark, tok meira ad segja mynd af thvi ! Sama hvada blod madur les her i Liverpool eda horfir a Sky Sports eda BBC, allir sammala um ad thetta var mark og ekkert annad, domarinn gerdi herfileg mistok og aetti ad taka dom sinn til baka likt og gert var med spjald a Terry um daginn.
Er i godum hopi med Liverpool-klubbnum her i borginni, god stemmning thratt fyrir jafnteflid i gaer, skodum Anfield a morgun og hittum vonandi Carragher a eftir a veitingastadnum hans! Jomfrudarferd okkar fedganna til Anfield og what a moment. Gaesahud og tar runnu fram a kinn er vollurinn byrjadi ad syngja You'll never walk alone. Verst var hvad madur sat nalegt studningsmonnum Stoke, sem sungu og oskrudu allan timann, enda voru their bunir a thvi i leikslok.
'AFRAM LIVERPOOL.... kvedja fra Anfield
![]() |
Benítez segir mistök að dæma markið af |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.9.2008 | 20:46
Magnad a Anfield - omurleg urslit
Madur er rett buinn ad jafna sig eftir urslitin her i Liverpool i dag, jafntefli gegn Stoke er bara djok. En ferdin a Anfield var hverrar kronu virdi, frabaert vedur og kjaftfullur vollur. Jomfruarferdin hja okkur fedgum en thvi midur kom ekki sigur hja okkar monnum. Tek undir med ahangendum Stoke, The Potters, er theri kolludu inn a vollinn thegar Robbie Keane var tekinn af velli: What a waste of money! Drengurinn tharf ad fara ad sanna sig, og syna ad hann er hverrar kronu virdi. Var arfaslakur. Nadi mynd af markinu sem Gerrard skoradi i byrjun, thetta var bara mark, syni ykkur sidar er eg kem heim! Erfitt ad spila gegn lidi sem pakkar i vorn allan timann og fagnar markalausu jafntefli eins og bikartitill se i hofn.
Kvedja fra Anfield, You'll never walk alone.......!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.9.2008 | 20:27
Tindastóll í efstu deild 2012?!
Fór að sjá frændur mína leika úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í 3. flokki milli Tindastóls og FH. Hörkuleikur í roki og rigningu í Borgarnesi en magnað að sjá hvað þessir piltar eru sterkir og flinkir með boltann. Tindastóll, mitt gamla góða félag, hefur ekki áður átt lið í úrslitaleik í yngri flokkunum og þetta var því stór áfangi hjá þessu meira en 100 ára gamla íþróttafélagi. Enda fjölmenntu Króksarara á pallana, að norðan sem sunnan, og "yfirspiluðu" fylgismenn fimleikafélagsins. Halda því skal til haga að með Tindastóli leika nokkrir frá Hvöt á Blönduósi og leikur liðið undir nöfnum beggja félaga. Góður liðsauki er í Húnvetningunum, svo sannarlega.
Leikurinn fór í framlengingu og hefðu hinir ungu Stólar vel getað landað sætum sigri, með örlítilli heppni, en veðurguðirnir léku sína rullu. Í framlengingu reyndust FH-ingar sterkari, enda með breiðari og stærri hóp og gátu leyft sér einar 4-5 skiptingar. Strákarnir voru orðnir dauðþreyttir og gátu ekkert gert við þeim tveimur mörkum sem þeir fengu á sig. En silfrið var þeirra og þeir geta verið stoltir yfir árangri sumarsins. Geta landað einum bikartitli á morgun fyrir norðan, og maður er viss um að þeir mæta dýróðir og rúlla KA-mönnum upp. Alveg viss um að nokkrir drengjanna eru á leiðinni í U-17 landslið Íslands, sjáiði til !
Sá þrjá leiki með þessum piltum í sumar, og fullyrði að ef félögin halda þeim og fóstra í heimabyggð næstu árin, og sameinuðust upp í meistarflokk, þá erum við að sjá lið í efstu deild í fótbolta frá Tindastóli/Hvöt árið 2011 eða 2012. Það býr mikið í þeim, og svo mikið er víst að þeir myndu kaffæra jafnaldra sína í Fram. Ekki er yngriflokkastarfið í því félagi burðugt, svo mikið veit maður, og löngu kominn tími á að eitthvað af Reykjavíkurfélögunum sameinist. Stoltið er víst það mikið ennþá að það gerist sennilega ekki í bráð. Ekki að maður sé að fara á límingunum útaf því!
Bendi í lokin í skemmtilega umfjöllun um þennan úrslitaleik á fótbolti.net, þaðan sem ég leyfði mér að stela einni mynd! Og svo að sjálfsögðu er líka frétt á vef Tindastóls. Áfram Stólar!
PS Það fór eins og vitað var fyrirfram að Tindastóll/Hvöt varð bikarmeistari 3. flokks með rótbursti á KA, 4-0 og kærkominn titill í hús eftir magnað sumar. Allt um þann hér á skagafjordur.com.
Til hamingju drengir!
Bloggar | Breytt 19.9.2008 kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.9.2008 | 22:48
Reyndi á Reina
Pepe Reina bjargaði okkur í kvöld á lokasprettinum, þvílík markvarsla hjá drengnum, og þvílíkt mark hjá Stebba Geirharðs, sá var í stuði. Og þurfti ekki að vera lengi inná til að sýna sig og sanna. Liverpool þurfti gott starf í Meistaradeildinni og frábært að hafa náð þremur stigum á þessum erfiða útivelli. Marseille á eftir að hala þarna inn stigum. Miðað við frammistöðu Atletico Madrid í kvöld verða þeir einnig erfiðir.
Allt er þetta í áttina og gaman verður að sjá Liverpool spila gegn Stoke á laugardaginn - með eigin augum. Nú er karlinn bara á leiðinni á Anfield, kominn tími til...
![]() |
Góðir sigrar hjá Chelsea og Liverpool |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
-
annapala
-
attilla
-
bjarnihardar
-
davidlogi
-
esv
-
elvabjork
-
ellikonn
-
eysteinn-thor
-
gudrunvala
-
hoskuldur
-
jamesblond
-
kalli33
-
kristjanb
-
raggibjarna
-
ragnhildur
-
rungis
-
naiv
-
seth
-
sigurdurarna
-
soli
-
laufabraud
-
gudni-is
-
gusti-kr-ingur
-
businessreport
-
ornsh
-
vitinn
-
gattin
-
muggi69
-
sverrirth
-
sveitaorar
-
gudrununa
-
okurland
-
steinunnolina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007