Færsluflokkur: Bloggar

Kóngurinn hreinsar vonandi til

Tveír góðirJæja, fyrsta stig í hús hjá Kónginum. Sigur hefði verið sanngjarnari niðurstaða en tvö mistök í vörn Liverpool voru dýrkeypt - ekki í fyrsta sinn í vetur. Frábær fyrri hálfleikur og loksins sást eitthvað lífsmark hjá sumum leikmönnum, eins og Meireles, sem skoraði frábært mark.

Dalglish kemur með meiri stemningu inn í liðið og allur annar bragur er á Anfield. Vandinn er bara að hann er með of mörg peð á leikvellinum, sem þarf að skipta út fyrir betri leikmenn, menn sem geta ekki komið boltanum frá sér skammlaust. Las einhvers staðar haft eftir Kónginum fyrir leikinn að bæta þyrfti sendingarnar þegar komið er nær vítateig andstæðinganna. Hverju orði sannara. Menn eins og Lucas og Maxi eiga oft í vandræðum með þetta og svo þarf að styrkja vörnina með nýjum mönnum. Reyndar fer Carragher að koma aftur inn og ekki veit ég af hverju Agger fór útaf í hálfleik í dag. Kannski meiddur, en ekki byrjaði það vel eftir leikhléið. Sktrel á við einhvern vanda að etja og Johnson vantar mikið uppá sjálfstraustið.

Torres átti góðan leik í dag og var óheppinn að skora ekki. Hefðum á góðum degi vel getað unnið Everton en þeir eru sterkir í föstu leikatriðunum.

Sex stig verða að nást í næstu tveimur leikjum á móti Úlfunum og Fulham en miðað við fyrri leiki í vetur gegn "litlu" liðunum þá er það ekki gefið. Vonandi nýtir Kóngurinn tækifærið í janúar og skiptir út mönnum. Það var gott að losna við Hodgson en fleiri þurfa að yfirgefa Anfield.


mbl.is Liverpool og Everton skildu jöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tíu á móti tólf

webbEkki er við kónginn Kenny Daglish að sakast í dag. Mínir menn voru ofurliði bornir af tólfta manni Man Utd, Howard Webb dómara og hans aðstoðarmönnum. Vítaspyrnan var brandari ársins og Berbatov á tilnefningu til óskarsverðlauna vísa.

Síðan er það rauða spjaldið hjá Gerrard. Vissulega fór drengurinn í tveggja fóta tæklingu en snertingin við andstæðinginn var lítil sem engin, mest við boltann. Ekki að undra þótt Daglish spyrji hvort búið sé að breyta reglunum. Mínir menn börðust allan tímann en fjarvera Gerrard var þeim um megn. Reina sá um það sem til þurfti og mér leist vel á uppstillinguna hjá nýja stjóranum. Ánægjulegt var að heyra hraustlega tekið undir í You'll never walk alone í leikslok og það er greinilega stemning í stuðningsmönnum Liverpool, sem kallað hafa eftir endurkomu kóngsins síðan í október, þegar sýnt þótti að Hodgson var ekki rétti maðurinn á Anfield. Árangur hans talar sínu máli, eða árangursleysi, eitthvert hið alversta frá upphafi 1892.

Eitthvað varð að gera og það segir sína sögu um brotthvarf gamla karlsins að hann fékk ekki einu sinni að klára þennan bikarleik, Daglish var kvaddur heim í skyndingu úr fríi í Dubai. Enda var karlinn þreyttur á Old Trafford, en það verður fróðlegt að sjá liðið í næstu leikjum án fyrirliðans, sem væntanlega er farinn í þriggja leikja bann.

Howard Webb má biðja bænirnar sínar fyrir næstu heimsókn á Anfield, ef honum verður þá hleypt í leik þangað í bráð. Hann getur hins vegar ekið um stoltur um götur Manchester og sjálfssagt kominn þar í guðatölu...Tounge


Hurrah for the Reds!

King KennyMikill gleðidagur í dag, aðdáendur Liverpool um heim allan hafa verið bænheyrðir (nema einn þverhaus í Uppsölum í Svíþjóð...) Nú hafa vonandi betri tímar í hönd og fyrsta verkið að leggja ManUtd af velli í bikarnum á morgun.

Af þessu tilefni er gott að hlýða á þennan gamla Liverpool-söng sem Arngrímur Baldursson, ritstjóri lfchistory.net fann á bókasafni í Liverpool í fyrra. Sjá frétt um það í Mbl í dag.

 

 


mbl.is Hodgson farinn - Dalglish tekur við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki flókið - karlinn burt og fleiri til

Leikurinn í kvöld var árið í hnotskurn hjá Liverpool. Andlaust, áhugalaust, stjórnlaust, vonlaust, höfuðlaust og allslaust lið. Hef verið andvígur ráðningu karlsins frá upphafi. Leikurinn í kvöld sýndi að leikmenn bera enga virðingu fyrir honum, eru áhugalausir og virtust vera að spila karlinn út, fyrir utan það hvað uppstilling og innáskiptingar voru mikið endemis rugl.

Sammála Gauja Þórðar í Sunnudagsmessunni í kvöld að það þarf að sópa þarna út, ekki aðeins Hodgson heldur öllum þeim miðlungsmönnum sem hafa hlaðist þarna upp á seinni árum. Of langt mál að telja þá alla upp, og tel frekar upp þá menn sem ætti að halda, ef þeir á annað borð vilja vera áfram: Gerrard, Torres, Reina, Moreles, Kyrgiakos, Kyout, Agger, Aurelio, Carragher og gefa Cole séns til vors. Aðrir mega fara úr aðalliðshópnum mín vegna.

Megi nýtt ár verða Púllurum til sjávar og sveita ánægjulegra en þetta hörmungarár sem er að renna sitt skeið. Þetta verður varla verra en þetta - nema þá fall niður um deild!


mbl.is Hodgson: Ekkert nærri væntingum og vonum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandinn í hnotskurn

Það segir ákveðna sögu um stjórakrísuna á Anfield að þessi ágæti þjálfari, Deschamps, hefur ekki áhuga á að koma á Anfield. Það er liðin tíð að þessi stóll sé eftirsóttur meðal þjálfara og líkast til ræður mestu óvissan um framtíð margra lykilmanna og fjárþurrð eigendanna. Liverpool stendur núna á miklum tímamótum og ljóst að uppbyggingarstarf bíður nýs þjálfara, hver sem það verður. Miklu skiptir að halda akkerinu, Gerrard, Maskerano og Káti. Torres má fara ef félaginu tekst að krækja í aðra jafngóða eða betri.

Óskastaðan að mínu mati væri að fá Martin O'Neal í stjórastöðuna og næstbesti kostur að dubba upp á Dagliesh gamla, eða Phil Thompson. Eða bara gefa Sammy litla Lee smá breik. Allt betri kostir en Roy Hodgson, gengi hans með Fulham í Evrópukeppninni var bara grís og ekkert annað!

 

 


mbl.is Deschamps: Fer ekki til Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonin er veik en...

... hún er til staðar. Til þess þurfum við að vinna rest, Chelsea og Hull, og treysta á að Aston Villa, Man City og Tottenham tapi stigum. Þau eru líka að leika innbyrðis, ManC-Tottenh og ManC-AstonV. Við endum bara í 4. sæti með 68 stig, ekkert öðruvísi. Hið eina slæma við þetta er sá möguleiki, að með því að vinna Chelsea gerum við Man Utd að meisturum. Fyrir Púlara er það ekki góð tilhugsun en neyðin kennir naktri konu að spinna....

Þetta fer því svona: 

ManC fær 4 stig úr síðustu þremur leikjunum, vinnur Aston Villa, tapar fyrir Tottenham og gerir jafntefli við West Ham, og endar með 67 stig.

Aston Villa fær 3 stig úr síðustu tveimur leikjunum, tapar fyrir ManC en vinnur Blackburn á heimavelli, 67 stig þar.

Tottenham fær 4 stig í lokaleikjunum, vinna Man C, gera jafntefli við Bolton og tapa svo óvænt lokaleiknum gegn Burnley, sem vill kveðja deildina með stæl! Tottenham þá með 68 stig en lakari markamun en Liverpool og verri útkomu úr innbyrðis viðureignum liðanna. Þetta steinliggur....

Ef þetta gengur ekki upp ætla ég ekkert að éta hatt minn, þetta er bara spá og ég hvet engan til að veðja á Lengjunni samkvæmt þessu :-) Það má samt alveg leika sér að tölum.

 

 

 

 


mbl.is Liverpool heldur í vonina - Burnley fallið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Botninum hefur verið náð....

fokking klúðurMánudagar eru ekki sagðir hafa verið hliðhollir Liverpool síðan Rafa tók við og á því varð engin undantekning nú. Hvað getur maður sagt eftir svona hörmung? Liðið hefur átt marga slaka leiki í vetur en þetta var líkast til sá allra hörmulegasti. Hrein skelfing. Það var hreinlega drullað yfir okkur á skítugum skónum. Botninum hefur verið náð.... vonandi.

Ekki verður af Wigan tekið að liðið spilaði vel, eflaust sinn besta í áraraðir og þeir fagna til morguns sínum fyrsta sigri á Liverpool. Engu líkara var en Gerrard og félagar hefðu verið úti á lífinu um helgina, varla eru þessir reynsluboltar þreyttir eftir landsleikina í síðustu viku. Virkuðu svifaseinir, sendingar rötuðu varla á samherja og Kátur átti auðvitað klúðursendingu kvöldsins, sem gaf heimamönnum markið. Innáskipting á Johnston orkaði tvímælis, hann er greinilega ekki leikfær, en jákvætt var að sjá Aquilani nokkuð sprækan. Sá ítalski hefði mátt koma fyrr inná.

Því miður er of seint að krefjast þess að Rafa verði rekinn, hann verður út tímabilið en síðan ekki söguna meir. Eins og staðan er núna er kraftaverk ef liðið nær fjórða sætinu.

Ég hét einum ónefndum félaga mínum í morgun að við myndum vinna 2-0 í kvöld, litlu munaði að það rættist á hinn veginn upp á punkt. Wigan hefði getað klárað þetta með stærri mun.

Manni getur sárnað.... og svo er Portsmouth næsta MÁNUDAG!!!!!!!


mbl.is Benítez: Of margir hlutir ekki í lagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bros er til alls fyrst...

Kominn tími á að karlinn brosti Wink , hann hefur unnið til þess síðustu vikur og allt annað er að sjá til liðsins. Þetta er allt á réttri leið, hagstæð úrslit í öðrum leikjum og fjórða sætið staðreynd - í bili. Liðið barðist um hvern einasta bolta í dag og sigurinn er fyllilega sanngjarn. Réttlætið sigraði að lokum, því rauða spjaldið á gríska þrumugoðið var fáránlegt, ef eitthvað var hefði belgíski hárbrúskurinn átt að fá rautt. Hann var búinn að vera eins og naut í flagi þennan rúma hálftíma sem hann var inná.

Varnarleikurinn er allur annar en fyrr í vetur og sjá má gamlan neista í augum leikmanna, Gerrard kominn í sitt fyrra form og Kátur aldrei verið sprækari. Skorar ekki fallegustu mörkin en þau telja.

Hygg að Gerrard hafi átt kaldhæðnustu ummæli ársins er hann sagði að dómarinn hefði verið frábær!


mbl.is Benítez: Frábær frammistaða liðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farið hefur fé betra...

Jæja, loksins er karlinn farinn að losa sig við meðal-jónana á Anfield. Þeir eru því miður alltof margir, ef liðið ætlar að krækja í einhverjar dollur. Sé ekki eftir Dossena, myndi heldur ekki sjá á eftir Rieira og hvað þá Babel. Nú er bara að taka upp veskið og kaupa almennilega leikmenn. Rafa mætti líka vera djarfari í því að gefa ungum piltum séns úr varaliðinu.

Gaman að sjá þáttinn á Liverpool TV í kvöld um Joe Fagan. Magnaður kall, sem tók við góðu búi af Bob Paisley og náði nokkrum titlum á stuttum tíma, enda frábærir leikmenn á Anfield á þessum tíma. Það kemur alltaf gæsahúð að sjá myndir af þessum leikjum, er Daglish, Rush, McDermott, Grobbelaar og þessir kallar voru í ham.


mbl.is Voronin til Dinamo Moskva
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segjum tveir...

Hann má eiga það Rafa kallinn að afsakanirnar verða sífellt skemmtilegri og frumlegri. Reading að spila sjónvarpsleik... Leyfi mér nú reyndar að efast um að það hafi fært Íslendingaliðinu kraftinn. Mínir menn spiluðu því miður ekki vel og bölvaðir klaufar að nýta ekki þau fáu færi sem sköpuðust. Sumir leikmenn að drulla upp á bak, og ótrúlegt að Aurelio hafi ekki fokið fyrr útaf. Insúa hafði fengið sér of mikinn kalkún og Jússi átti að koma fyrr inná.

Svona bikarleikir hafa reyndar alltaf verið erfiðir og ekki að sjá í dag að Reading sé í botnslag næstefstudeildar. Íslendingarnir stóðu vel fyrir sínu og gaman að sjá þennan Gylfa. Þar er gríðarlegt efni á ferð og spurning hvort Benitez ætti ekki að bæta við þriðja Frónbúanum á Anfield. Óska amk ekki eftir að Nistelroy stigi fæti sínum þar inn, mætti frekar biðja um Heskey eða Crouch.

Annars veitir liðunum ekki af meiri tekjum í kassann og fá aukaleik á Anfield... og eins gott að þeir rauðklæddu hysji upp um sig buxurnar...

En gleðilegt árið til sjávar og sveita... óþarfi að fara á taugum á öðrum degi ársins... :-)


mbl.is Benítez: Mér var létt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband