Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011
16.1.2011 | 18:33
Kóngurinn hreinsar vonandi til
Jæja, fyrsta stig í hús hjá Kónginum. Sigur hefði verið sanngjarnari niðurstaða en tvö mistök í vörn Liverpool voru dýrkeypt - ekki í fyrsta sinn í vetur. Frábær fyrri hálfleikur og loksins sást eitthvað lífsmark hjá sumum leikmönnum, eins og Meireles, sem skoraði frábært mark.
Dalglish kemur með meiri stemningu inn í liðið og allur annar bragur er á Anfield. Vandinn er bara að hann er með of mörg peð á leikvellinum, sem þarf að skipta út fyrir betri leikmenn, menn sem geta ekki komið boltanum frá sér skammlaust. Las einhvers staðar haft eftir Kónginum fyrir leikinn að bæta þyrfti sendingarnar þegar komið er nær vítateig andstæðinganna. Hverju orði sannara. Menn eins og Lucas og Maxi eiga oft í vandræðum með þetta og svo þarf að styrkja vörnina með nýjum mönnum. Reyndar fer Carragher að koma aftur inn og ekki veit ég af hverju Agger fór útaf í hálfleik í dag. Kannski meiddur, en ekki byrjaði það vel eftir leikhléið. Sktrel á við einhvern vanda að etja og Johnson vantar mikið uppá sjálfstraustið.
Torres átti góðan leik í dag og var óheppinn að skora ekki. Hefðum á góðum degi vel getað unnið Everton en þeir eru sterkir í föstu leikatriðunum.
Sex stig verða að nást í næstu tveimur leikjum á móti Úlfunum og Fulham en miðað við fyrri leiki í vetur gegn "litlu" liðunum þá er það ekki gefið. Vonandi nýtir Kóngurinn tækifærið í janúar og skiptir út mönnum. Það var gott að losna við Hodgson en fleiri þurfa að yfirgefa Anfield.
Liverpool og Everton skildu jöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.1.2011 | 20:08
Tíu á móti tólf
Ekki er við kónginn Kenny Daglish að sakast í dag. Mínir menn voru ofurliði bornir af tólfta manni Man Utd, Howard Webb dómara og hans aðstoðarmönnum. Vítaspyrnan var brandari ársins og Berbatov á tilnefningu til óskarsverðlauna vísa.
Síðan er það rauða spjaldið hjá Gerrard. Vissulega fór drengurinn í tveggja fóta tæklingu en snertingin við andstæðinginn var lítil sem engin, mest við boltann. Ekki að undra þótt Daglish spyrji hvort búið sé að breyta reglunum. Mínir menn börðust allan tímann en fjarvera Gerrard var þeim um megn. Reina sá um það sem til þurfti og mér leist vel á uppstillinguna hjá nýja stjóranum. Ánægjulegt var að heyra hraustlega tekið undir í You'll never walk alone í leikslok og það er greinilega stemning í stuðningsmönnum Liverpool, sem kallað hafa eftir endurkomu kóngsins síðan í október, þegar sýnt þótti að Hodgson var ekki rétti maðurinn á Anfield. Árangur hans talar sínu máli, eða árangursleysi, eitthvert hið alversta frá upphafi 1892.
Eitthvað varð að gera og það segir sína sögu um brotthvarf gamla karlsins að hann fékk ekki einu sinni að klára þennan bikarleik, Daglish var kvaddur heim í skyndingu úr fríi í Dubai. Enda var karlinn þreyttur á Old Trafford, en það verður fróðlegt að sjá liðið í næstu leikjum án fyrirliðans, sem væntanlega er farinn í þriggja leikja bann.
Howard Webb má biðja bænirnar sínar fyrir næstu heimsókn á Anfield, ef honum verður þá hleypt í leik þangað í bráð. Hann getur hins vegar ekið um stoltur um götur Manchester og sjálfssagt kominn þar í guðatölu...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2011 | 12:41
Hurrah for the Reds!
Mikill gleðidagur í dag, aðdáendur Liverpool um heim allan hafa verið bænheyrðir (nema einn þverhaus í Uppsölum í Svíþjóð...) Nú hafa vonandi betri tímar í hönd og fyrsta verkið að leggja ManUtd af velli í bikarnum á morgun.
Af þessu tilefni er gott að hlýða á þennan gamla Liverpool-söng sem Arngrímur Baldursson, ritstjóri lfchistory.net fann á bókasafni í Liverpool í fyrra. Sjá frétt um það í Mbl í dag.
Hodgson farinn - Dalglish tekur við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 9.1.2011 kl. 00:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggvinir
- annapala
- attilla
- bjarnihardar
- davidlogi
- esv
- elvabjork
- ellikonn
- eysteinn-thor
- gudrunvala
- hoskuldur
- jamesblond
- kalli33
- kristjanb
- raggibjarna
- ragnhildur
- rungis
- naiv
- seth
- sigurdurarna
- soli
- laufabraud
- gudni-is
- gusti-kr-ingur
- businessreport
- ornsh
- vitinn
- gattin
- muggi69
- sverrirth
- sveitaorar
- gudrununa
- okurland
- steinunnolina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Af mbl.is
Viðskipti
- Grallarar á bak við tilboðið
- Íslandsbanki og VÍS í samstarf
- Ríkisstarfsmenn elta vildarpunkta
- Var um tíma hætt að lítast á blikuna
- Stefnt að afgreiðslu Íslandsbankasölu á vorþingi
- Jakob Ásmundsson nýr framkvæmdastjóri DTE
- Slakt þjónustustig stofnana
- Hlutfall Marels í OMX 15 mun halda áfram að minnka
- Munurinn sýni fram á einokun
- Samdráttur í sölu kampavíns í fyrra