Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Vonin er veik en...

... hún er til staðar. Til þess þurfum við að vinna rest, Chelsea og Hull, og treysta á að Aston Villa, Man City og Tottenham tapi stigum. Þau eru líka að leika innbyrðis, ManC-Tottenh og ManC-AstonV. Við endum bara í 4. sæti með 68 stig, ekkert öðruvísi. Hið eina slæma við þetta er sá möguleiki, að með því að vinna Chelsea gerum við Man Utd að meisturum. Fyrir Púlara er það ekki góð tilhugsun en neyðin kennir naktri konu að spinna....

Þetta fer því svona: 

ManC fær 4 stig úr síðustu þremur leikjunum, vinnur Aston Villa, tapar fyrir Tottenham og gerir jafntefli við West Ham, og endar með 67 stig.

Aston Villa fær 3 stig úr síðustu tveimur leikjunum, tapar fyrir ManC en vinnur Blackburn á heimavelli, 67 stig þar.

Tottenham fær 4 stig í lokaleikjunum, vinna Man C, gera jafntefli við Bolton og tapa svo óvænt lokaleiknum gegn Burnley, sem vill kveðja deildina með stæl! Tottenham þá með 68 stig en lakari markamun en Liverpool og verri útkomu úr innbyrðis viðureignum liðanna. Þetta steinliggur....

Ef þetta gengur ekki upp ætla ég ekkert að éta hatt minn, þetta er bara spá og ég hvet engan til að veðja á Lengjunni samkvæmt þessu :-) Það má samt alveg leika sér að tölum.

 

 

 

 


mbl.is Liverpool heldur í vonina - Burnley fallið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband