Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Hverju orði sannara, en .....

Carragher að fatast flugið?!Frábær útisigur hjá okkar mönnum í dag, en þeir þurftu að hafa fyrir honum. Vissulega gott að vera kominn við toppinn en þessir tapleikir í byrjun gætu átt eftir að reynast dýrir síðar.

Torres er búinn að finna fjölina á ný og Gerrard að hrökkva í gírinn. Það er bara eitt sem maður hefur áhyggjur af, en það er ekkert smá atriði; þ.e. vörnin og markvörðurinn ágæti, Pepe Reina, eða Pepperoni eins og dóttir mín orðar það. Til þessa hefur maður ekki þurft að hafa áhyggjur af þessum hluta liðsins en ef frá er talinn hinn sókndjarfi Glen Johnson, þá er vörnin að hiksta einum of oft. Dekkningar inni í teig eru ekki nógu góðar og liðið að fá á sig of mörg mörk úr föstum leikatriðum eins og hornspyrnum og aukaspyrnum. Carragher er ekki svipur hjá sjón, virkaði óöruggur oft á tíðum í dagog við vorum stálheppnir að West Ham skoraði ekki fyrsta markið eftir sjaldséð mistök hjá Carragher á fyrstu mínútunum.

Reina er sprækur sem áður en þó einhver kæruleysisbragur yfir karlinum og einbeitingarleysi sem maður hefur ekki séð áður. Vonandi fara allir þessir hlutir að lagast, en nú gerir maður bara þær kröfur að liðið taki dollu í vetur, þó ekki væri nema ein.....


mbl.is Benítez: Torres verður betri og betri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband