Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Ekki alveg búið...

Þetta var auðvitað skyldusigur, hef sjaldan séð lélegra lið en þessa bresku KR-inga. Liverpool hefði hæglega átt að vinna fimm til sex núll, þó ekki væri nema fyrir að eitt af þremur sláarskotunum hefðu ratað í netið. Yfirburðirnir voru algjörir. Skandallinn var þetta brot Joey Barton á Alonso, og aldrei þessu vant var maður sammála Gaupa í lýsingunni, er hann sagði að Barton ætti bara heima bakvið lás og slá. Gjörsamlega glórulaust brot og ekkert annað en líkamsárás.

Enn er möguleiki á að ná Man Utd að stigum, djöflarnir hljóta að fara að misstíga sig. Við eigum eftir þrjá leiki, útileiki á móti West Ham og WBA og að síðustu heimaleik gegn Tottenham. Ættu samkvæmt öllu eðlilegu að vera trygg níu stig. Þá þyrfti Torres að koma úr meiðslunum og Gerrard að stilla af miðið.

Prógrammið hjá ManUtd er heldur erfiðara, heimaleikir á móti Man City og Arsenal, og útileikir gegn Wigan og Hull. Allt getur gerst enn... já já

 

 


mbl.is Liverpool fór létt með Newcastle
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband