Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Trúin flytur fjöll...

Þessi leikur reyndi á þolrifin í klukkustund eða svo. Loksins snerist svo lukkuhjólið okkur í hag og kærkomin þrjú stig í höfn. Þetta var "skyldusigur" ogFyrirliðinn fór fyrir sínum mönnum nú er ekkert annað í boði en að taka einn leik í einu. Næst er það Villa í Birmingham í síðasta leik ársins. Þrjú stig þar og topp-4 nálgast á ný. Maður biður ekki um meira en að komast í meistaradeildina að ári. Hófstilltar væntingar miðað við það sem á undan hefur gengið í vetur. Minnir þó að eftir sé ein bikardolla á Bretlandseyjum í boði:-)

Einhver taugaveiklunarsvipur er þó kominn á Benitez, kannski ekki furða, og á andlitum Púllara á pöllunum mátti eðlilega sjá áhyggjusvip framan af. Vonandi lyftir þessi sigur í dag mönnum upp úr volæðinu. Trúin flytur fjöll, sagði einhver staðar, og væri óskandi að fyrirliðinn hysji nú upp sig buxurnar í næstu leikjum. Maður kannaðist við þann gamla í skallamarkinu. Þetta er alls ekki búið, bara hálfnað...


mbl.is Gerrard: Höfðum trú á sjálfum okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband