Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Þetta er víst búið...

Hvað getur maður sagt? Eiginlega ekkert. Hinir bláu voru bara betri, einfalt mál, þó að Torres hafi skorað þá var hann vart svipur hjá sjón og Gerrard verið öflugri. Og hvar var Crouch?! Við máttum hins vegar alveg fá víti þegar Hyppia var felldur. En draumurinn er úti, þessi Moskvudraumur á dögunum hefur þá verið fyrir einhverju allt öðru. Kannski maður eigi eftir að flytjast til Moskvu...
mbl.is Chelsea í úrslit í fyrsta sinn eftir 3:2 sigur á Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sviðsett myndefni

Kemur ekki á óvart að Gasmaðurinn sé orðinn vinsæll, þó að hann hafi síst viljað það sjálfur. Ýmislegt má segja um framgöngu lögreglunnar við Rauðavatn á dögunum, og í raun allra sem þar áttu hlut að máli. Undarleg múgæsing átti sér stað og fjölmiðlamenn fylgdust að sjálfsögðu vel með. Heldur sterk finnst mér viðbrögðin hjá Láru Ómarsdóttur að segja upp störfum en hún stendur sterkari eftir, sem og fréttastofan. Hún verður fljótlega komin á fjölmiðil á ný. Ef ekki á Vísi.is eða Fréttablaðinu þá einhvers staðar annars staðar.

Fréttaefni getur auðveldlega orðið sviðsett sem slíkt og þá einkum myndefni,  þegar t.d. ljósmyndarar stilla upp fólki á mynd eða gera eitthvað til að gæða myndefnið lífi. En alvöru fréttaviðburði, einkum átök og slys, þurfa ljósmyndarar ekki að sviðsetja.

Stundum þarf þó að gera eitthvað til að kalla fram myndefnið. Fræg er sagan af Sveini heitnum Þormóðs er hann hafði lengi reynt að sitja fyrir hinum heimskunna grínara, Jerry Seinfeld, í Íslandsheimsókn sinni um árið. Seinfeld hafði verið fýldur í heimsókninni og ekki viljað tala við hérlenda fjölmiðla eða sitja fyrir á myndum hjá þeim. Þegar Seinfeld var að koma útaf Hótel Sögu, og rétt áður en hann steig upp í limmósínu, kallaði Svenni til hans af góðu færi: Mister Seinfeld, my wife loves you.  Seinfeld sneri sér við og brosti er hann sá til Sveins, sem að sjálfsögðu náði brosinu á mynd áður en grínarinnn uppgötvaði að þessi óvænti aðdáandi var blaðaljósmyndari!

En hin meinta ætlan Láru Ómarsdóttur um sviðsetningu á eggjakasti fölnar í samanburði við þetta ágæta myndbrot af YouTube sem einn ágætur vinnufélagi rakst á:

http://www.youtube.com/watch?v=9hL_DyvEV84

 


mbl.is Rétt aðferð við beitingu piparúða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stingandi sárt - en ekki búið

Ekki er nú risið hátt á Jóni Árna, blessuðum, hann á vökunótt framundan og martraðir. En svona er þetta bara þó sárt sé - stingandi sárt. Leikurinn í raun búinn, komnar einhverjar sekúndur fram yfir uppbótartíma, og Anfield farið að kyrja You''ll never walk alone. Svo ein sending fyrir og Jón Árni hefur vonandi hugsað sem var að maðurinn fyrir aftan hann gæti skorað og því ætlað að skalla yfir. Á Players voru menn farnir að syngja líka og stappa í gólf og borð þegar áfallið dundi yfir. Þvílíkt svekkelsi.

En þetta er ekki búið, langt því frá, aðeins hálfleikur og nú er bara að skora á Stamford Bridge. Maður var sláandi nálægt að spá rétt um úrslitin í kvöld, aðeins ef Torres hefði nú hrokkið í gang - og Jón Árni ekki komið inn á....

 


mbl.is Riise skoraði sjálfsmark og tryggði Chelsea jafntefli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann hefur húmor, karlinn

"Ég kem aftan að honum og klappa honum á vinstri öxlina og ef hann lítur við án þess að finna til þá er hann klár."

Hefði ég fengið þessa setningu í krossaprófi, og fengið möguleika á að haka við Rafael Benitez, þá hefði mér aldrei dottið sá möguleiki í hug. Hér sýnir hinn spænski hugsuður á sér nýja og skemmtilega hlið, mætti nú brosa meira á bekknum, en hvað um það, hann hefur verið að standa sig vel síðustu mánuðina. Ánægjulega að vita að Gerrard verði með, ekki veitir af í þessum risaslag. Mínir menn verða að komast í seinni leikinn með gott forskot og því leyfi ég mér að spá 2-0, Torres og Gerrard pota tuðrunni inn. Og vonandi stígur Drogba á nagla er hann fer fram úr rúminu, maður gjörsamlega fær grænar bólur á að sjá honum bregða fyrir...


mbl.is Gerrard verður með Liverpool annað kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meistaradeildin er málið

Auðvitað á Benitez að hvíla lykilmenn fyrir átökin gegn Chelsea eftir helgi, þessi leikur gegn Fulham skiptir engu máli, enda meistaradeildarsætið fyrir næsta tímabil svo gott sem tryggt. Það þýðir ekkert fyrir botnliðið að vera að væla, hver er sinnar gæfu smiður eins og Benitez segir, sá mikli hugsuður.

Eitthvað hafa Arsenal-menn verið að kvarta undan síðustu myndbirtingu hér á síðunni, og til mótvægis kemur hér ein ágæt sem sýnir að menn verða að hafa húmor fyrir sjálfum sér...

Gerrard gómaður!


mbl.is Benítez ætlar ekki með sterkasta liðið gegn Fulham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá salt í sárin...

Rakst fyrir tilviljun á þessar myndir, sem einhver góður maður hafði dundað sér við að búa til. Þær eiga að lýsa raunum Arsenal-manna að undanförnu, og segja meira en mörg orð...Tounge

n509495521_814443_9914n509495521_814650_3860n556356370_787123_5581


Arsenal í augsýn

Hélt að þessi staða kæmi ekki upp en nú er jafnvel möguleiki á að velta Arsenal úr sessi í þriðja sætinu, bara fimm stig í Liverpool í fjórða sætinu eftir sætan sigur á Blackburn í dag. Meira að segja Wenger er búinn að játa sig sigraðan í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Fjórar umferðir eftir og allt getur gerst fyrir okkur Púllara.

Djúpt var á mörkunum í Anfield gegn þrautleiðinlegu liði Blackburn, og hefðu þau ekki litið dagsins ljós hefði Whiley dómari því miður orðið maður leiksins. Engu líkara en hann hafi vaknað ósofinn í morgun með þessum orðum: "Í dag mun Liverpool ekki fá vítaspyrnu hjá mér, sama þótt Gerrard verði felldur þrisvar í teignum." En sem betur lét Gerrard þetta ekki á sig fá, fór algjörum hamförum í sínum 300. deildarleik, skoraði eitt magnað mark og lagði upp annað fyrir Torres. Með þessa tvo í ham, og hina funheita, verðum við Evrópumeistarar!


mbl.is Benítez: Vissi að við myndum skora
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnaðist á við Istanbul...

Þvílíkur leikur, maður var við það að detta í þunglyndi við jöfnunarmarkið og 5 mín eftir. Svo bara tvö mörk til viðbótar. Þó að fátt muni slá út úrslitaleikinn í Istanbul um árið, þá náði þessi leikur langt í samanburðinum, háspenna í hæsta gæðaflokki, en umfram allt sanngjarn sigur þegar á heildina er litið. Og þvílík mörk! Ferðin til Moskvu heldur áfram, Chelsea verður sem fyrr engin fyrirstaða í undanúrslitunum. En við Arsenal-menn segi ég bara, þið gerðuð ykkar besta en það dugar ekki gegn rauða hernum í ham...

Einu vonbrigði leiksins voru vinur minn, Crouch, sem fann sig ekki í kvöld því miður. Hafði spáð fyrirfram 1-0 sigri með marki frá mínum manni, en fékk bara í staðinn fjögur mörk. Maður getur ekki óskað eftir meiru.


mbl.is Liverpool og Chelsea sigruðu og mætast í undanúrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómarinn velkominn með til Moskvu...

Hafði orð á því við Arsenalmann í dag að þessi leikur færi annað hvort 0-0 eða 1-1, og ég reyndist sannspár. Verst að hafa ekki tippað á Lengjunni. Dómarinn átti stórleik, og lét ekki glepjast af bellibrögðum og leikrænum tilburðum. Hann er velkominn með manni til Mosvu í vor, því jafnteflið í kvöld var bara enn eitt mikilvæga skrefið á leiðinni austur á bóginn í maí.

Ég hef í sjálfu ekkert á móti Káti vini mínum, en hann var sniðugur að fagna markinu sem hann skoraði ekki, sá ekki betur en þetta hefði verið sjálfsmark, og ef ætti að skrá það á einhvern Púllara þá átti Gerrard alllan heiðurinn af því.

Næst er það Arsenal í deildinni á laugardag, og mín vegna mega The Gunnars sigra í þeim leik. Við tökum þá á Anfield nk þriðjudag 2-1.


mbl.is Arsenal og Liverpool skildu jöfn, 1:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband