Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
31.12.2007 | 18:35
Fleiri um hituna - gleðilegt árið!
Réttnefni á titli til handa Svandísi er stjórnmálamaður ársins, kannski ekki maður ársins yfir það heila. En þarna fer kjarnorkukona sem á eftir að láta enn meira af sér kveða á hinu pólitíska sviði. Að minnsta kosti arftaki fundinn í stað Steingríms J. sem hefði eflaust gott af því að skipta um hlutverk.
Ágætt val hjá Stöð 2 í dag er fréttastofan valdi fíkniefnalögregluna, fyrir frábæran árangur á árinu. Endalaust hægt að rífast um svona kosningar, þó standa aðrar sveitir nærri manni sem gera tilkall til verðlauna en það eru björgunarsveitirnar. Hef aldrei skilið hve margir nenna að standa í þessu sjálfboðaliðastarfi, að hætta stöðugt lífi sínu og limum fyrir okkur hina. Þetta eru hinar einu sönnu hetjur. Verst er hvað veðurguðirnir eru þeim lítt hliðhollir í ár varðandi sölu á flugeldum. Skiljanlegt að salan sé minni en í fyrra, því hver nennir að standa úti í hífandi roki og horfa á láréttar flugeldasýningar með tilheyrandi stórhættu á limlestingum?
Lífleg Kryddsíldin hjá Stöð 2 í dag og þar fór Guðni Ágústsson á kostum, gaf það skýrt til kynna að hann væri formaður Framsóknar næstu árin, framsóknarmaddamman holdi klædd eins og hann komst að orði. Var að sjálfsögðu ítrekað minntur á hve stutt er síðan hann steig upp úr ráðherrastóli. Guðni og þáttastjórnandinn, Sigmundur Ernir, voru í skringilegri stöðu eftir að hafa ritað saman söguna um Guðna af lífi og sál, og bar þau skrif nokkrum sinnum á góma. Pínlegt var reyndar þegar Guðni var að tala um vímuefnavandann í þjóðfélaginu þegar þjónn á Hótel Borg spígsporaði í kringum hann við borðið með brennivínsflösku! Steingrímur var einnig í stuði, upplýsti að hann hefði alvarlega verið að íhuga að hætta við að mæta sökum kostunar Alcan á þættinum og skaut föstum skotum að fyrirtækjum og fjölmiðlum. Hvenær verður messan á aðfangadag kostuð? spurði Steingrímur og var stórlega misboðið. Ingibjörg Sólrún og Geir pössuðu upp á landsföðurímyndina og Guðjón Arnar komst klakklaust í gegnum þáttinn, ekki frá því að karlinn hafi lagt eitthvað af!
Allir ætluðu stjórnmálaforingjarnir að vera við Kryddsíldarborðið að ári liðnu, varla þó Steingrímur ef Stöð 2 heldur áfram að kosta þáttinn og formaður VG að standa við stóru orðin.
ps. Hér hefur lítið verið bloggað síðustu vikurnar og þá fyrst og fremst af persónulegum ástæðum og meðfylgjandi ritstíflu. Kannski að það lagist á árinu 2008 - en óska öllum árs og friðar til sjávar og sveita. Skál !!
Svandís maður ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggvinir
- annapala
- attilla
- bjarnihardar
- davidlogi
- esv
- elvabjork
- ellikonn
- eysteinn-thor
- gudrunvala
- hoskuldur
- jamesblond
- kalli33
- kristjanb
- raggibjarna
- ragnhildur
- rungis
- naiv
- seth
- sigurdurarna
- soli
- laufabraud
- gudni-is
- gusti-kr-ingur
- businessreport
- ornsh
- vitinn
- gattin
- muggi69
- sverrirth
- sveitaorar
- gudrununa
- okurland
- steinunnolina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Af mbl.is
Viðskipti
- Svipmynd: Málsmeðferðin er hröð og skilvirk
- Ákváðu að bretta upp ermarnar
- Svigrúm fyrir fasteignaeigendur
- Stýrir útilokun fyrirtækja
- Tregða í verðbólgunni
- Að skattleggja eggin áður en hænan verpir
- Vilja leggja fjölmiðlanefnd niður
- Sleggjan breytist í Landfara
- Yfir 700 þátttakendur á ferðakaupstefnu Icelandair
- Fréttaskýring: Hægt að fara nýja leið í stjórnmálum
- Friðbert í Heklu eignast Stillingu
- Vilja innleiða starfsgetumat
- Tíminn hjá Hibernia ævintýralegur
- Nanitor á topplista yfir tölvuöryggi
- Icelandair tapaði tæpum 2,8 milljörðum í fyrra