Er mönnum skítsama um stigin?

Dagar Benitez senn taldir?Það er nú minnsta mögulega refsing fyrir þetta klúður dómarans á laugardaginn að færa hann niður um deild. Hefði nú átt að taka af honum dómaraleyfið í knattspyrnu og breyta því yfir í sundknattleik.

Annars mættu fleiri fara að taka pokann sinn. Það er með miklum ólíkindum að Liverpool-menn skuli ekki berjast fyrir því að úrslit þessa leiks verði ógild og leikurinn spilaður á ný. Er mönnum skítsama um þessi þrjú stig sem fóru forgörðum gegn Sunderland? Þetta fer álíka mikið í taugarnar á manni, og þegar Benitez fagnar ekki marki, sem er ekkert annað en óvirðing við knattspyrnuna.

Byrjunin á tímabilinu er óviðunandi og sýnir að ekki hefur tekist að fylla í skörð þeirra leikmanna sem fóru, ekki síst Alonso. Vissulega voru Gerrard og Torres fjarri góðu gamni á laugardaginn en það á ekki að afsaka þetta afhroð. Afraksturinn til þessa eru 15 stig og fjórir tapleikir, jafnmargir og hjá Fulham!

Fari svo illa að við töpum fyrir Man Utd um næstu helgi, þá munu 10 stig skilja liðin að. Það er alltof mikill munur eftir tíu umferðir, og krafan verður háværari um að Benitez stigi til hliðar. Þolinmæði Púllara er að þrjóta, staðan í dag er óviðunandi. Og ekki mun staðan batna á morgun ef leikurinn gegn Lyon tapast í meistaradeildinni.

Tími er kominn á breytingar á Anfield, svo einfalt er það.

 

 


mbl.is Dómaranum sem dæmdi strandboltamarkið gilt refsað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Unknown

Það er ekki erfitt að vinna titla þegar liðið þitt fær 25% færri vítaspyrnur á sig en öll önnur lið á 10 ára tímabili (man utd) auk þess að ef liðið er að tapa/jafntefli eftir venjulegan leiktíma er alltaf lengri uppbótatími en ef liðið er yfir...en afturámóti er erfitt að vinna titla ef að dómarinn er klassískur seríóspakka dómari sem kann ekki reglurnar betur en íslenskir dómarar (sem furðuðu sig á að markið hafi verið leift)...nei bara benda á þetta

Unknown, 19.10.2009 kl. 23:10

2 identicon

Nátturlega fær Man Utd 25% færri vitaspyrnur á sig en önnur lið af því að boltinn er 25% minna inn í þeirra vítateig en hjá öðrum liðum...

Ingi (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 00:36

3 Smámynd: Hróðvar Sören

Þvílík óvirðing við Benitez, skammastu þín.

Hróðvar Sören, 20.10.2009 kl. 06:51

4 identicon

Bíddu ert þú stuðningsmaður Liverpool?

 Skammastu þín og styddu þitt lið, í meðlæti sem mótlæti.

  Annars getur þú alveg eins stutt manure.

Við munum komast í gegnum þetta - með þín eða án. YNWA

Sæmundur Jón Jónsson (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 07:47

5 Smámynd: Leifur Finnbogason

Biturt rugl í þér, það er allsekki einsdæmi að dómarar geri mistök og aldrei eru leikir endurspilaðir, sama hversu mikilvægir þeir eru. Aldrei horft á HM?

Leifur Finnbogason, 20.10.2009 kl. 08:07

6 Smámynd: Björn Jóhann Björnsson

Sem dyggur stuðningsmaður Liverpool í meira en 30 ár áskil ég mér allan rétt til að gagnrýna liðið þegar við á. Liðið stendur undir því að miklar kröfur séu gerðar. Þeir Púllara sem láta allt yfir sig ganga eru ekki sannir stuðningsmenn. Vinur er sá er til vamms segir. Nú þarf eitthvað að fara að gerast.

Björn Jóhann Björnsson, 20.10.2009 kl. 08:53

7 identicon

Þurfum við (ég á við leikmenn Liverpool) ekki bara að fara að átta okkur á því að það er ekki nóg að vinna ManUtd til að vinna deildina.  Það hefur öll áhersla verið lögð á þá leiki undanfarið og við erum að tapa fyrir alls konar liðum en voða glöð af því að við vinnum Man Utd.  Dómarinn reyndi nú eins og hann gat að gera okkur kleift að jafna um helgina, mjööööög mikill uppbótartími.

Það er engin lausn að reka þjálfarann

Áfram Liverpool

Kolbrún (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband