28.1.2009 | 22:10
Vonandi fór ekki fleira en nýrnasteinarnir...
Mikið lifandis skelfing eru þessi jafntefli orðin þreytandi. Ansi hræddur um að möguleikar á titli fjari endanlega út, haldi Liverpool áfram að tapa stigum gegn litlu liðunum. Veit varla hvað Benitez var að hugsa í kvöld að taka út tvo bestu mennina, Torres og Gerrard, ekki nema að hann ætli að hvíla þá fyrir stórleikinn gegn Chelsea. Það hefur lítið upp á sig að hvíla menn ef þeir geta ekki drullast til að hala inn þrjú stig gegn minni spámönnum.
Svo er Keane settur inná alltof seint, þegar skaðinn var skeður. Nær hefði verið að kippa Leiva útaf í refsiskyni fyrir fáránlegt brot inni í teignum. Er nema von að maður verði pirraður, nóg er að fá yfir sig vinstristjórn að Rauði herinn þurfi ekki að hrynja líka...
Þó ljótt sé að segja það, þá óttast maður að eitthvað meira en nýrnasteinar hafi verið teknir úr Benitez þarna um daginn.... Amk eru taugarnar eitthvað að bresta.
![]() |
Wigan og Liverpool skildu jöfn - Van Persie kom Arsenal til bjargar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
-
annapala
-
attilla
-
bjarnihardar
-
davidlogi
-
esv
-
elvabjork
-
ellikonn
-
eysteinn-thor
-
gudrunvala
-
hoskuldur
-
jamesblond
-
kalli33
-
kristjanb
-
raggibjarna
-
ragnhildur
-
rungis
-
naiv
-
seth
-
sigurdurarna
-
soli
-
laufabraud
-
gudni-is
-
gusti-kr-ingur
-
businessreport
-
ornsh
-
vitinn
-
gattin
-
muggi69
-
sverrirth
-
sveitaorar
-
gudrununa
-
okurland
-
steinunnolina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Athugasemdir
Hann þarf greinilega að leita sér aðstoðar læknis aftur, því það er eitthvað mikið að honum Benna.
Hallur Eiríksson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 22:21
Hann virðist vera að stunda skipulagt niðurrif á liðsanda og sjálfstrausti leikmanna. Reka helv. fíflið
Hermann (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 22:32
Þriðja sætið er þó ágætt... þó er stutt í Aston Villa... 4. sætið er eins og gamall kunningi... það er ekki svo slæmt...
Brattur, 28.1.2009 kl. 22:37
Nostalgía að detta inn...
...kom ekki Húlli úr veikindum, gerði eikennilegar skiptingar og í framhaldi missti hann traust stuðningsmanna ?
Er sagan að endurtaka sig á Anfield ?
Spurning reyndar hvort maður taki upp potta og pönnur til Englands og heimti 2. stiga regluna aftur
Þá væru Liverpool hugsanlega í annarri stöðu 
Ignito, 28.1.2009 kl. 23:20
iss, kannski eigið þið ekki meira skilið. en þetta er skrifað rétt eftir leikinn við chelsea og úthaldið er þá í lagi.
samgleðst þér með vinstra vorið. kommon, eitthvað þarf að gera. ekki svona sár.
sá west ham og hull læf á miðvikudaginn og það var sko hressandi. verkamannalýðurinn þarna í þvílíkum fíling og stemningin frábær.
arnar valgeirsson, 1.2.2009 kl. 21:05
Það er sagt að Benitez sé eini maðurinn í heiminum sem ekki hefur fattað þriggja stiga kerfið, enda heldur hann að það sé betra að gera jafntefli í tveimur leikjum en að vinna annan og tapa hinum. Ekki er ég heldur viss um að salan á Keane sé hugsuð til enda.
Loksins er komin vinstri stjórn ... það kætir okkur Grétar mikið :).
Sverrir Þór (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 12:25
Hér er fast að orði kveðið og margt satt og rétt eins og gengur, ef frá eru talin lofsyrði um vinstristjórnina. Á þremur dögum hefur henni tekist að koma sér upp amk jafnmörgum ágreiningsefnum. Það er vel af sé vikið... Spái því að henni takist að forklúðra öllum málum á næstu 80 dögum og skíttapa síðan kosningunum í vor :-)
En þegar þessi orð eru skrifuð er bikarleikurinn gegn Everton að skella á, fílingurinn er ágætur og leyfi mér að spá 2-1 fyrir Rauða hernum
Björn Jóhann Björnsson, 4.2.2009 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.