Verðskulduð meistaraheppni...

Þegar litið er til marktækifæra í leiknum, og þess að hinn ágæti sænski dómari sleppti vítaspyrnu til Bjargvætturinn Gerrardhanda Liverpool, þá verða þetta að teljast sanngjörn úrslit. Einhvern tímann verður gæfan að vera okkur hliðholl. Þetta var því verðskulduð meistaraheppni! Eflaust röfla einhverjir tuðarar yfir vítaspyrnunni í lokin en common, það mátti alveg bæta okkur skaðan síðan á laugardaginn á Harðhvítuvelli.

Mínir menn hafa leikið betur en í kvöld, og Spánverjarnir voru með 100% nýtingu á sínu eina marktækifæri. Minnir að Liverpool hafi átt á þriðja tug markskota en spánarsparkarar innan við tuginn.  Það munar hins vegar um minna þegar kappar á borð við Kát eru ekki í stuði og Keane er því miður ekki að finna fjölina. Gerrard stendur alltaf fyrir sínu, karlinn, flott tilþrif í teignum og örugg vítaspyrna. Hann er hverrar krónu virði og vel það.

ps Hér geta menn skoðað myndband af vítinu. Góða skemmtun!


mbl.is Liverpool slapp með skrekkinn - Chelsea lá fyrir Roma - Eiður á bekknum allan tímann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Jú sennilega er það rétt hjá þér að hann sleppti vítaspyrnu þegar madringur fékk boltann í höndina,hann hann sleppti líka vítaspyrnu þegar að Carragher féll og boltinn fór í höndina á honum.En vítaspyrnudómurinn var svo gjörsamlega út úr korti.

Hjörtur Herbertsson, 4.11.2008 kl. 22:46

2 identicon

Meistaraheppni??? Þú verður nú að vera meistari til að hafa meistaraheppni

Rúnar Már (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 23:05

3 identicon

Eitt sinn meistari, ávallt meistari...

Björn Jóhann (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 23:09

4 Smámynd: Sigurður Elvar Þórólfsson

Er Gerrard með sýkingu í innra eyra? -

Hef miklar áhyggjur af jafnvæginu hjá kappanum......

Annars er þessi Meistaradeild ofmetinn.. UEFA-bikarinn er málið.. lið frá A-Evrópu í aðalhlutverki...

Sigurður Elvar Þórólfsson, 5.11.2008 kl. 09:37

5 Smámynd: ÖSSI

Víti...plís...Þetta var nú afar hæpið víti..hefði meira að segja verið hægt að dæma á Gerrard...en svona er boltinn og ekki spurt hvernig þetta er gert...ég fagna samt með BJB vini mínum enda ekki annað hægt..

ÖSSI, 5.11.2008 kl. 11:29

6 Smámynd: Björn Jóhann Björnsson

Já. já, ok, það má deila um vítið, en hvaða leikmaður hefur ekki reynt að fiska víti, þekki engan sem aldrei hefur látið sig falla með tilþrifum. Varðandi dómarann þá segja þessi ummæli félaga míns í Svíþjóð margt:

"Þessi sænski dómari hefur verið nefndur sá versti í Allsvenskan en var engu að síður valinn af FIFA sem einn þeirra dómara sem koma til greina í næsta HM."

Björn Jóhann Björnsson, 5.11.2008 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband