2.11.2008 | 12:15
Þetta var nú ljóti grísinn...
Sannarlega rétt hjá Rauðhnappi að þeir voru heppnir, hundaheppnir. Vorum miklu betri þar til í lokin. Óþolandi að fá á sig mark á 90 mínútu en það svo sem hlaut að koma að því að mínir menn myndu tapa í deildinni, hún er of sterk til að halda úti heilt tímabil án taps. Hins vegar fúlt að tapa fyrir botnliðinu og maður verður að éta ofan í sig gorgeirinn fyrir þennan leik. Liverpool átti að sigra, miðað við öll færin en sjaldgæf mistök Carraghers og sofandaháttur í vörninni á síðustu metrunum kostuðu okkur stigin þrjú, því er nú ver og miður. Samt ljóti grísinn hjá spörfuglunum.
Næst er það stórleikur í meistaradeildinni á þriðjudag og mikilvægt að klára þann riðil. Segi ekki meira.
Redknapp: Heppnir en sýndum styrk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- annapala
- attilla
- bjarnihardar
- davidlogi
- esv
- elvabjork
- ellikonn
- eysteinn-thor
- gudrunvala
- hoskuldur
- jamesblond
- kalli33
- kristjanb
- raggibjarna
- ragnhildur
- rungis
- naiv
- seth
- sigurdurarna
- soli
- laufabraud
- gudni-is
- gusti-kr-ingur
- businessreport
- ornsh
- vitinn
- gattin
- muggi69
- sverrirth
- sveitaorar
- gudrununa
- okurland
- steinunnolina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Athugasemdir
Já, þetta hleypir meiri spennu í deildina... mínir menn, United farnir að narta í hælana í Liverpool og Chelsea... væri gaman ef þetta yrði einvígi milli Liverpool og Manchester... er það ekki?
Brattur, 2.11.2008 kl. 12:34
það verður einvígi milli lundúnarliðanna, tottenham, arsenal og chelsea.
arnar valgeirsson, 2.11.2008 kl. 18:12
Þetta voru ekki óvænt úrslit...Þeir sem ná jafntefli við Arsenal á útivelli eiga að vinna Liverpool.......það held ég nú....
ÖSSI, 3.11.2008 kl. 12:45
Drengir, það getur enginn haldið því fram að úrslitin hafi verið verðskulduð, að vinna leik á sjálfsmarki mótherjans og marki á 91. mínútu er ekkert annað en hundaheppni. En eins og staðan er núna verður þessi vetur keppni hinna fjóru stóru, Liverpool, Man Utd, Chelsea og Arsenal. Aðrir munu heltast úr lestinni.
Björn Jóhann (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 20:58
... held að United muni ná toppsætinu fyrir jól og leiða mótið fram á vor... annars verður spurningunni úr hverju mínir menn eru gerðir svarað um helgina þegar við mætum Arsenal á útivelli um næstu helgi...
Brattur, 3.11.2008 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.