Nú gátu þeir unnið...

Svona er fótboltinn óútreiknanlegur, maður gerir sér ferð til Liverpool að horfa á leik gegn Stoke, fyrirfram auðvelt og allt það. Útkoman 0-0 jafntefli. Viku síðar, útileikur gegn erkifjendunum Everton og 2-0 sigur. En sannarlega ánægjuleg úrslit og verst að hafa misst af leiknum, Laufskálarétt var tekin framyfir að þessu sinni. Þokkaleg býtti. Ánægjulegt ef Torres er að komast aftur í gang, þá verða okkur allir vegir færir. Nú er bara spurningin hve lengi við verðum taplausir, eigum við ekki bara að segja fram að jólumW00t

This is Anfield!

Til að ylja manni við minninguna fylgir hér mynd úr því allra heilagasta í víginu á Anfield, útgangurinn út á völlinn úr búningsklefunum og skiltið "This is Anfield". Að sjálfsögðu var klappað á skiltið!


mbl.is Torres skaut Liverpool á toppinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ÖSSI

Já þetta voru svo sannarlega óvænt úrslit:)....En djöfull eru Hullararnir sterkir um þessar mundir...

ÖSSI, 29.9.2008 kl. 10:49

2 identicon

æi Össi minn, leitt að heyra hvernig fór á móti Hull. Eru þetta ekki bara fisksalar og útgerðarmenn þarna í liðinu.....?

Björn Jóhann (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 15:20

3 Smámynd: ÖSSI

Hull mjög vanmetið lið þetta eru víkingar með sjó í æðum enda unnu þeir besta liðið á englandi það gera nú ekki öll lið. Það má ekki vera vondur við nýliða í deildinni og mínir menn í Arsenal hafa oftar en ekki gefið þessum liðum smá forgjöf enda gæðablóð þar á ferðinni...

ÖSSI, 29.9.2008 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband