Tindastóll í efstu deild 2012?!

Mynd: Fótbolti.netFór að sjá frændur mína leika úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í 3. flokki milli Tindastóls og FH. Hörkuleikur í roki og rigningu í Borgarnesi en magnað að sjá hvað þessir piltar eru sterkir og flinkir með boltann. Tindastóll, mitt gamla góða félag, hefur ekki áður átt lið í úrslitaleik í yngri flokkunum og þetta var því stór áfangi hjá þessu meira en 100 ára gamla íþróttafélagi. Enda fjölmenntu Króksarara á pallana, að norðan sem sunnan, og "yfirspiluðu" fylgismenn fimleikafélagsins. Halda því skal til haga að með Tindastóli leika nokkrir frá Hvöt á Blönduósi og leikur liðið undir nöfnum beggja félaga. Góður liðsauki er í Húnvetningunum, svo sannarlega.

Leikurinn fór í framlengingu og hefðu hinir ungu Stólar vel getað landað sætum sigri, með örlítilli heppni, en veðurguðirnir léku sína rullu. Í framlengingu reyndust FH-ingar sterkari, enda með breiðari og stærri hóp og gátu leyft sér einar 4-5 skiptingar. Strákarnir voru orðnir dauðþreyttir og gátu ekkert gert við þeim tveimur mörkum sem þeir fengu á sig. En silfrið var þeirra og þeir geta verið stoltir yfir árangri sumarsins. Geta landað einum bikartitli á morgun fyrir norðan, og maður er viss um að þeir mæta dýróðir og rúlla KA-mönnum upp. Alveg viss um að nokkrir drengjanna eru á leiðinni í U-17 landslið Íslands, sjáiði til !

Sá þrjá leiki með þessum piltum í sumar, og fullyrði að ef félögin halda þeim og fóstra í heimabyggð næstu árin, og sameinuðust upp í meistarflokk, þá erum við að sjá lið í efstu deild í fótbolta frá Tindastóli/Hvöt árið 2011 eða 2012. Það býr mikið í þeim, og svo mikið er víst að þeir myndu kaffæra jafnaldra sína í Fram. Ekki er yngriflokkastarfið í því félagi burðugt, svo mikið veit maður, og löngu kominn tími á að eitthvað af Reykjavíkurfélögunum sameinist. Stoltið er víst það mikið ennþá að það gerist sennilega ekki í bráð. Ekki að maður sé að fara á límingunum útaf því!

Bendi í lokin í skemmtilega umfjöllun um þennan úrslitaleik á fótbolti.net, þaðan sem ég leyfði mér að stela einni mynd!  Og svo að sjálfsögðu er líka frétt á vef Tindastóls. Áfram Stólar!

PS Það fór eins og vitað var fyrirfram að Tindastóll/Hvöt varð bikarmeistari 3. flokks með rótbursti á KA, 4-0 og kærkominn titill í hús eftir magnað sumar. Allt um þann hér á skagafjordur.com.

Til hamingju drengir!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

ég myndi glaður sættast á að fá stólana upp á næstu árum. en því miður, eins og þú veist, eru þessir dúddar farnir suður á bóginn um leið og þeir geta eitthvað, því það eru sko alltaf tilboð.... útsendarar út um allt.

og ef þeir eru undir smásjá í landsliðið er búið að tæla þá burt.

held þó varla að þeir taki vini mína í KA, og vona ekki.

hef ekki fylgst með yngri flokka starfi Fram um nokkurn tíma og þykir leitt að heyra að starfið sé ekki að gera sig. þeir þurfa að taka á sig rögg og skipuleggja betur grafarholtið + safamýrasvæði takk fyrir. koma sterkir inn eftir nokkur ár.

en er ósáttur við gengi akureyrarliðanna. horror að ekki skuli vera almennilegt lið þarna í höfuðbólinu.

stend með ykkur stólum en held að karfan verði ykkar mál næstu árin sem og þau fyrri. jamm, þannig er nú það.

arnar valgeirsson, 17.9.2008 kl. 23:50

2 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Frábær árangur hjá þessum drengjum og einhverjir KA menn geta bara passað sig í bikarúrslitunum.

Þessir drengir þurfa líka að muna það sem handboltamenn sögðu, þeir unnu silfur.

Varðandi U17 ára landsliðið þá er einn úr liðinu, frændi minn Fannar Örn Kolbeinsson, í hóp hjá Luca Kostic núna.

Rúnar Birgir Gíslason, 18.9.2008 kl. 06:10

3 Smámynd: Björn Jóhann Björnsson

Arnar minn, þú getur held ég gleymt því að KA vinni í kvöld. Vissulega rétt hjá þér að stóru liðin vilja gleypa góðu strákana úti á landi, en þessi árgangur hjá Stólunum er svo gríðarlega sterkur að hann mun áreiðanlega skila sér upp alla leið að einhverju leyti, þeir eru líka fjári góðir í körfunni.

Kemur ekki á óvart, Rúnar, að frændi þinn sé þegar kominn í landsliðshóp. Fannar er eitthvert mesta efni sem maður hefur séð síðan Jolli var og hét á sínum sokkabandsárum fyrir norðan. Og þarna eru fleiri góðir strákar sem eiga eftir að banka á landsliðsdyrnar í Laugardalnum.

Björn Jóhann Björnsson, 18.9.2008 kl. 10:23

4 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Spurning hvað hann Arnar segir núna eftir 4-0 sigur NV kjördæmis á KA í bikarúrslitum.

Ég hef ekki séð Fannar spila fótbolta en gaman að heyra að hann stendur sig í stykkinu, fæddur og uppalinn í hjarta Skagafjarðar, Varmahlíð. Jolli var nú líka ættaður þaðan, amma hans í Reykjahlíð átti svakalega flott bílaglös.

Rúnar Birgir Gíslason, 20.9.2008 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband