Stungið upp í starrann!

starriSá út um eldhúsgluggann í morgun að ég hafði sigur á starranum, tókst að hrekja hann á brott, helvískan! Það var heill herskari á bílskúrsþakinu, líkt og boðuð hefði verið jarðarför eða kallað til fjöldafundar. Enginn skal þó halda að ég haf stútað einu stykki, það fer fjarri, enda annálaður dýravinur. Mér tókst hins vegar að koma í veg fyrir frekari hreiðurgerð í stokk undir þakrennu bílskúrsins, einfaldlega smúlaði stokkinn og negldi fyrir stokkendana með krossviðarplötum. Nú verða starrarnir bara að leita sér hreiðursstað í næsta garði.

Af heilsufarsástæðum var þetta nauðsynleg aðgerð, hafði verið bitinn nokkrum sinnum af starrafló með því að einu að opna bílskúrinn eða fara út með ruslið. Flugur og flær virðast eiga greiða leið að minni hvítu húð, enda löngum verið gæðablóð! Þó ljótt sé að segja það horfði ég sigri hrósandi á starrana reyna að flögra inn í lokaðan stokkinn, þeir gerðu nokkrar tilraunir og flugu síðan burtu - yfir í næsta garð. Verði nágrönnunum að góðu.....Tounge

ps Án gríns, þá þurfa borgaryfirvöld að fara stemma stigum við starranum, hann er orðinn jafnmikið skaðræði og mávurinn hér í Hlíðunum. Það er hending að maður sjái skógarþröst lengur, þann yndislega fugl


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband