Riðill dauðans

D-riðill er sannkallaður dauðariðill, þetta verður bölvaður rembingur en eins og Liverpool hefur byrjað tímabilið þá hefst þetta á endanum. Allt eru þetta erfið lið heim að sækja og eiga eftir að gera Rauða hernum skráveifu. Vonandi fara mínir menn að hrökkva í gang, væntingar til liðsins eru gríðarlegar og við minnsta hikst verður æði heitt undir afturendanum á Rafa. Liðið virðist þurfa frekari styrkingar við, og ítreka ég það enn og aftur að maður sárlega saknar Crouch, hann er ekki að meika það með Portsmouth suður með sjó.
mbl.is Riðlar Meistaradeildarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

það er ekkert lið pottþétt neinsstaðar sýnist mér. en yfirleitt eitt lítið lið sem á minni séns. nema hja ykkur sko.

Psv vinnur þetta og ég ætla að spá ykkur upp þar á eftir. ekki af því að ég fíli púllarana samt. er bara svona góður strákur....

arnar valgeirsson, 28.8.2008 kl. 20:23

2 Smámynd: arnar valgeirsson

var að lesa vísi.is... þeir eru ekki sammála þér ha. enda ekki á mogga.

"Dregið var í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í dag en eins og ávallt eru sumir riðlarnir athyglisverðari en aðrir.

Snemma varð ljóst að H-riðill yrði hvað mest spennandi þegar Real Madrid og Juventus drógust saman. Zenit St. Pétursborg, sigurvegar UEFA-bikarkeppninnar á síðasta keppnistímabili, og BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi bættust svo í riðilinn.

Chelsea og Manchester United eiga erfitt verkefni fyrir höndum en Liverpool og Arsenal sluppu heldur betur frá sínu.

Barcelona, lið Eiðs Smára Guðjohnsen, mætir Sporting Lissabon, Basel og Shakhtar Donetsk."

arnar valgeirsson, 28.8.2008 kl. 20:32

3 Smámynd: Björn Jóhann Björnsson

Arnar minn, þú veist sem er að þetta eru bara vitleysingar á visir.is, hafa ekki hundsvit á fótbolta, amk ekki Henry Birgir. Ég held því amk fram að Liverpool og Arsenal séu í erfiðari riðlum en Man Utd og Chelsea.

Björn Jóhann Björnsson, 28.8.2008 kl. 20:54

4 Smámynd: Elvar Atli Konráðsson

Ég held að allir leikir verði erfiðir fyrir Liverpool í vetur allavega miðað við leikinn í gær

Elvar Atli Konráðsson, 28.8.2008 kl. 21:17

5 Smámynd: ÖSSI

Ég held sveimér þá að Liverpool sé heppnasta lið í heimi, hvað hafa þeir oft "grísað" á lokamínútunum undanfarin ár?...ekkert illa meint.

ÖSSI, 29.8.2008 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband