Hversu oft verður þetta ,,hjúkket" ?

Sem gegnheill Púllari til ríflegra þrjátíu ára veit maður varla hvort maður á að gráta eða gleðjast eftir svona leik. Auðvitað átti liðið að vera búið að afgreiða þennan leik fyrir framlengingu en Kátur bjargaði heiðri liðsins og allra sem að því standa. Það hefði verið stórskandall og nánast ófyrirgefanlegt ef liðið hefði ekki komist áfram í Meistaradeildinni. En maður hefur alltaf borið fyllstu virðingu fyrir Standard Liege, frá því að Ásgeir Sigurvinsson var þar kóngurinn, og þetta lið kom manni á óvart, það verður að segjast. Vonandi verða þeir Belgíumeistarar í vetur!

Rauði herinn sér manni fyrir spennuleikjum, það verður ekki tekið af honum, og eins gott að vera ekki kominn á tungurótartöflur, þá væri skammturinn fyrir veturinn löngu búinn - og ekki enn kominn september!


mbl.is Kuyt bjargaði Liverpool á örlagastundu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

held þú þurfir slatta bjór og slatta librium í vetur. þýðir ekki að æsa sig. þeir hala inn fimmtán stigum fyrir áramót.... viss um það.

arnar valgeirsson, 27.8.2008 kl. 22:52

2 Smámynd: ÖSSI

Mikið er gott að vera ekki púlari.....maður sparar helling á því....þessar sprengitöflur eru rándýrar...

ÖSSI, 28.8.2008 kl. 07:42

3 Smámynd: Björn Jóhann Björnsson

Drengir mínir, verkjapillurnar eftir bakmeiðslin í sumarfríinu virka enn. Maður lifði af leikinn í gær, og alla hina háspennuleikina á undan sem Rauði herinn bauð upp á. Og Össi, okkar lið eiga sannarlega erfitt verkefni framundan í meistaradeildinni.

Björn Jóhann Björnsson, 28.8.2008 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband