23.8.2008 | 18:32
Fökking önbilívebul II
Það gengur allt upp í boltanum hjá mínum liðum, ef undan eru skildir Stólarnir sem eru í fallhættu í 2. deild! Maður var tilbúinn með langa leiðindarullu um frammistöðu Liverpool á Anfield í dag, en þegar Carragher gamli jafnaði (líklegast sitt fyrsta á þessari öld) þá dró eitthvað úr barlóminum. Þegar svo Gerrard skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndunum ætlaði allt um koll að keyra á heimilinu. Frábært mark og frábær þrjú stig. En torsótt voru þau maður, púff!
Okkar menn voru ekki alveg að gera sig fram að mörkunum, gegn sterku Boro-liði. Það virtist vera einhver landsleikjaþreyta í köppum á borð við Alonso, Gerrard, Bennajúnn og Babel. Robbie Keane er að koma til karlinn, já já. En mikið djöf... var þetta samt ánægjulegt í lokin, álíka magnað og sigurinn í handboltanum í gær. Veislan heldur áfram og svei mér ef við leggjum ekki Frakka á morgun. Hvernig sem fer erum við samt sigurvegarar á ÓL, stórasta land í heimi, besta litla þjóðin.
ps. Svo toppaði nú allt í dag að Arsenal var að tapa, fyrir Fulham. Hahahahahah.... Og kíkiði á stöðutöfluna, Liverpool trónir á toppnum. Já já
Gerrard tryggði Liverpool sigur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- annapala
- attilla
- bjarnihardar
- davidlogi
- esv
- elvabjork
- ellikonn
- eysteinn-thor
- gudrunvala
- hoskuldur
- jamesblond
- kalli33
- kristjanb
- raggibjarna
- ragnhildur
- rungis
- naiv
- seth
- sigurdurarna
- soli
- laufabraud
- gudni-is
- gusti-kr-ingur
- businessreport
- ornsh
- vitinn
- gattin
- muggi69
- sverrirth
- sveitaorar
- gudrununa
- okurland
- steinunnolina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Athugasemdir
Það eru varla til betri dagar en þegar Liverpool vinnur og Arsenal tapar, mér verður alltaf hugsað til kálhausanna á Króknum sem halda að Arsenal geti eitthvað.
Rúnar Birgir Gíslason, 23.8.2008 kl. 21:15
Já, já, þið skuluð njóta þess að sjá Liverpool á toppnum, ég spái því að það verði kannski fram í næstu umferð, en alla vega ekki lengra en í þar næstu. Þá grunar mig að liðið fari nú að sækja kunnugri slóðir heim.
Já kálhausarnir við þeir ansi mörgu á Króknum sem höldum með Arsenal - takk fyrir það Rúnar, eigum við ekki bara að spyrja að leikslokum. Við byrjum á því að kaupa Alonso og þá smellur þetta er það ekki?
Annars detta mér nú alltaf í hug gullin orð Ladda í líki Bjarna Fel: Lífið-er-púl og það hafið þið nú sannarlega reynt í deildinni síðustu árin.
Karl Jónsson, 26.8.2008 kl. 08:05
Ég hef oft spurt að leikslokum og stundum notið þess, Liverpool hefur unnið hina og þessa titla undanfarin ár.
Hvenær fékk Arseanl síðast dollu?
Rúnar Birgir Gíslason, 26.8.2008 kl. 08:35
Hvaða, hvaða...........ég gæti þá allt eins spurt á móti, hvenær vann Liverpool ensku deildina síðast, eða bikarinn?
Karl Jónsson, 26.8.2008 kl. 09:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.