Bullarar á blogginu

Bloggið er fyrir margar sakir magnað fyrirbæri, og getur verið skemmtilegt þegar vel er á haldið. Ég tók upp á þessu meira af gamni en alvöru, aðallega til að tjá tilfinningar um íþróttir eða spauga einhverja vitleysu. Svarta hliðin er þegar fólk fer að bulla með staðreyndir og tjá sig útfrá þeim. Gott dæmi um þetta er á bloggsíðu konu einnar í kvöld þar sem fullyrt er að eiginkona Gísla Marteins Baldurssonar sé formaður hverfaráðs Vesturbæjar og sú staða gerð tortryggileg í ljósi námsdvalar hjónanna í Skotlandi í vetur. Hnaut um þetta þar sem ég vissi vel hver kona Gísla er, hef unnið með þeirri mætu konu, og með ólíkindum hve fólk getur spunnið við svona vitleysu.

Eftirskrift: Fyndið, skömmu eftir að ég gerði athugasemdir við bloggfærsluna var hún tekin niður hið snarasta. Tengillinn að ofan vísar sennilega ekki lengur á bullið, en það má lesa það hér að neðan. Það er ekki einu sinni verið að biðjast afsökunar. En bloggfærslan gekk útá að segja að kona Gísla, Vala Ingimarsdóttir, væri orðin formaður hverfaráðs og í kjölfarið komu nokkrir bloggarar sem lýstu andúð sinni á málið með miklum gífuryrðum. Hið rétta er að kona Gísla er Vala Ágústa Káradóttir, svo það sé nú á hreinu.

"21.8.2008 | 21:29

Eiginkona Gísla Marteins formaður í hverfaráði.

Á vefi Reykjavíkurborgar kemur fram að eiginkona Gísla Marteins Baldursson, Vala Ingimarsdóttir er formaður hverfaráðs Vesturbæjar.Er það ekki sérkennileg stöðuveiting á eiginkonu sem ætlar að vera með manni sínum erlendis.  Finnst Hönnu Birnu það allt í lagi? Mér finnst það alls ekki í lagi."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband