Finn til með nafna, en samt....

Rétt eftir að hafa jafnað okkur á plast-svaninum fræga ætluðum við á Mogganaum ekki að láta plata okkur öðru sinni, að hvítabjörn sæist á vappi í hlíðum Skagafjarðar! Ó nei.  Sem gamall Skagfirðingur fannst mér þetta líka hljóma sem besta aprílgabb, komið fram í júní og hafís víðsfjarri, og trúlegra að gárungar í sveitinni væru að koma af stað allsherjar múgæsingu, með plast-björn eða leikfangabangsa í yfirstærð. En eftir því sem fleiri fréttir birtust, í hinum traustustu fjölmiðlum, þá fóru að renna á mann tvær grímur, svo ekki sé nú talað um myndirnar sem birtust af grey birninum, nafna mínum.

Þessa fréttar snertu mann, bæði sem Skagfirðing, sem björn og ekki síður sem "vitiborna" manneskju sem vill ekki deyða nokkra lifandi skepnu! Hef aldrei haldið á riffli og fer ekki í fiskveiði nema tilneyddur, og þá með vettlinga þegar þarf að beita ormi á öngul ! Veiðin hefur verið eftír því, öll syndandi kvikyndi hafa reynt að forðast mann sem mest þau máttu og tekist bara nokkuð vel upp. Á þó að baki nokkur afrek í tjörninni við fiseldisstöðina á Hólum!

Ekki skal undra að myndskeiðin af drápi nafna míns vekji athygli hér á landi og erlendis, myndirnar sem slíkar eru sláandi og í raun einstæðar. Vafalítið er endalaust hægt að rífast um hvort ekki hefði mátt bjarga bangsa og koma honum til heimkynna sinna, en hvað áttu menn að gera? Leyfa nafna að spranga kringum mannfólkið og síðan hverfa upp á fjöll? Áttu SKagfirðingar og Húnvetningar að leggjast til svefns um kvöldið, vitandi að stærðarinnar hvítabörn gengi laus í fjöllunum? Skepna sem þess vegna gæti bankað upp á í bakgarðinum?! Ekkert er vitað enn um hvaða æti bangsi hafði náð í, hann hefði þess vegna getað verið banhungraður.

Eftir á séð tóku sveitungar mínir hárrétta ákvörðun. Það varð að fella dýrið á meðan menn höfðu einhverja stjórn á aðstæðum. Það er auðvelt fyrir okkur borgarplebbana að bulla eða blogga um eitthvað sem við höfum ekki hundsvit á. Stefán Vagn er röggsamur piltur og byrjar vel í sínu starfi sem yfirlögregluþjónn á Króknum. Leiðinlegt hins vegar hvernig nafni minn Björn Mikaelsson var hrakinn frá störfum, hann fær vonandi upreisn æru, en það hefði nú óneitanlega verið skondið að sjá á eftir honum upp Þverárhlíðar að eltast við nafna sinn, og kanski með Bangsa Moggafréttaritara á hælunum. Það hefði verið sannkallaður Ísbjarnablús.....LoL

 

 


mbl.is Hvítabjarnarmál vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"en hvað áttu menn að gera? Leyfa nafna að spranga kringum mannfólkið og síðan hverfa upp á fjöll? Áttu SKagfirðingar og Húnvetningar að leggjast til svefns um kvöldið, vitandi að stærðarinnar hvítabörn gengi laus í fjöllunum? Skepna sem þess vegna gæti bankað upp á í bakgarðinum?!"

Afhverju tekur fólk eins og þú svona ákvarðanir? Hvað er að í heilabúinu á okkur víst við hugsum svona. Ef X > 5 þá Y... en ef X == 5 hvað þá. Þú veist vonandi að það vantar fullt af röksemdarfærslum í þá ákvörðunartöku að best sé að drepa dýrið. Nema að þú sért bara svona illa gefinn. Hvað veit ég.

UI (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 01:01

2 identicon

"en hvað áttu menn að gera? Leyfa nafna að spranga kringum mannfólkið og síðan hverfa upp á fjöll? Áttu SKagfirðingar og Húnvetningar að leggjast til svefns um kvöldið, vitandi að stærðarinnar hvítabörn gengi laus í fjöllunum? Skepna sem þess vegna gæti bankað upp á í bakgarðinum?!"

Afhverju tekur fólk eins og þú svona ákvarðanir? Hvað er að í heilabúinu á okkur víst við hugsum svona. Ef X > 5 þá Y... en ef X == 5 hvað þá. Þú veist vonandi að það vantar fullt af röksemdarfærslum í þá ákvörðunartöku að best sé að drepa dýrið. Nema að þú sért bara svona illa gefinn. Hvað veit ég.

Unnar (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 01:01

3 identicon

Eitthvað virðist eg þá líka vera illa gefin nafni minn, því ekki veit eg hvað fólk vildi gera við Bangsa???  Setja geyið í BÚR? Svæfa hann hummm!  Var eitthvað annað hægt að gera í stöðunni.??

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 01:14

4 Smámynd: Unnar

"Eitthvað virðist eg þá líka vera illa gefin nafni minn, því ekki veit eg hvað fólk vildi gera við Bangsa???  Setja geyið í BÚR? Svæfa hann hummm!  Var eitthvað annað hægt að gera í stöðunni.??"

Þú komst með 2 tillögur. Ætli þeir hafi velt því fyrir sér... mmmm nei, held að þeir hafi bara langað að skjóta gæjann svona upp á sportið.. eða hvað heldur þú? Heldur þú virkilega að þetta hafi verið út úr pæld hugmynd? Að það hafi ekki verið neitt annað í stöðunni? Mjög líklegt!!!

 Annars er ég nú bara á leiðinni til Svíðþjóðar, endar eru Íslendingar fífl.

Unnar, 6.6.2008 kl. 02:56

5 identicon

Ert þú líka fífl Unnar minn?  því ég get ekki betur séð en að þú sért íslendingur. Ekki þar fyrir að það er líka fullt af fíflum í svíþjóð. Góða ferð vinur

anna (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 11:19

6 Smámynd: arnar valgeirsson

jamm, eftir á að hyggja var þetta auðvitað rétt. en það má segja auðvitað líka við því að við eigum að vera viðbúin þessu, ávallt, og hefði verið kúl að getað svæft hann og sent út á dormbanka þar sem ísinn er. svona upp á alþjóðaálit og allt það.

en verð að segja þeim þarna skagfirðingum til hróss að þeir plöffuðu hann snilldarlega, hef séð myndir af ísbjarnardrápi þar sem þurfti fleiri skot.

svo er nafni þinn góður. sérstaklega í karrýsósu með hrísgrjónum....

arnar valgeirsson, 6.6.2008 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband