Hlýnar um hjartarætur...

Manni hlýnar um hjartaræturnar að lesa svona frétt, hún lætur ekki mikið yfir sér en hefur gríðarlega þýðingu í huga allra sannra Púllara. Snjallt hjá Spánverjanum að leita til gamalgróins Liverpoolmanns, sem veit hvað klukkan slær á Anfield. Vonandi nást samningar við Lee og ánægjulegt verður að sjá kunnugtlegt andlit við hlið þjálfarans á bekknum, svona líkt og var gott að sjá Phil Thompson við hlið Houllier um árið. Þetta heldur nostalgíunni og neistanum lifandi frá gullaldartímabili félagsins á síðustu öld.


mbl.is Liverpool í viðræðum við Lee
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Vonandi gengur þá þessu teymi betur en Houllier-Thompson teymið. Það var algjör hörmung.

Eysteinn Þór Kristinsson, 14.5.2008 kl. 22:27

2 Smámynd: arnar valgeirsson

lee kallinn var nú meiri gattuso týpan. lítill, búttaður og algjör nagli. ætti eiginlega að vera fyrirmyndin mín....

en það er nú oft með þessa dúdda að þeir eru frábærir svona "með" eins og lee með bolton en glataðir þegar þeir ráða öllu.

held hann yrði fínn þarna bara.

arnar valgeirsson, 14.5.2008 kl. 23:05

3 Smámynd: Mikael Þorsteinsson

það er þá kannski að þetta liverpool lið hætti að kaupa einhverja spánverja og eitthvað sem gera ekkert annað en að skila liðinu í 4. sætið ;)

Mikael Þorsteinsson, 15.5.2008 kl. 00:12

4 identicon

já einmitt arnar. Spánverjanir eru hreint út sagt ómöglegir.

Markið hans Garcia á móti Chelsea á Anfieild.   Hörmulegt!!!
Jöfnunarmarkið hjá Alonso á mót AC.    Að láta verja frá sér vítaspyrnu!!!!
Nýjasti spanjólinn er náttlega sá sísti af þeim öllum. Það sér hver maður!!!

sigurjón Njarðarson (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 02:17

5 identicon

Við skulum ekki sleppa okkur, drengir. Ekki sammála því að Houllier og Thompson hafi verið hörmung, þeir áttu sína góðu spretti, sá franski kom inn á þeim tíma er enski boltinn var að alþjóðavæðast fyrir alvöru, og hann náði líklega ekki að finna réttu blönduna. Benitez er að ná þessu betur þó að maður hafi oft verið að missa þolinmæðina gagnvart honum.  Sammy Lee kemur með það sem upp á vantar. Áfram Liverpool !

Björn Jóhann (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband