Þóra átti tilburði kvöldsins

Sem búsettur Reykvíkingur (semsagt ekki innfæddur) harma ég að sjálfsögðu ósigur míns liðs en ætli megi ekki segja að tapið sé táknrænt fyrir ástandið í borginni um þessar mundir, á meðan Kópavogi gengur allt í haginn.

Tilburði kvöldsins átti hins vegar Þóra Arnórsdóttir í lok þáttarins þegar hún líklega plataði alla þjóðina í nokkur sekúndubrot, með því að taka um kviðinn og beygja sig, ólétt konan á síðustu dögum meðgöngu. Sá amk ekki betur en að samstarfsmaður hennar, Sigmar, varð stjarfur um stund. Skemmtilegur endir á skemmtilegum þætti, en það hefur svo sannarlega ræst úr Útsvarinu, tók sinn tíma að komast af stað fyrst í vetur og ná flugi en verður áreiðanlega aftur á dagskrá næsta vetur.

Hið vaska reykvíska lið var óheppið í lokin, og eftirá má segja að þau hefðu átt að taka 15 stiga spurningu frekar en 10 þarna í miðjunni. Og 5 stiga spurningin sem Kópavogur valdi sér var þung, amk þótti mér það en hér á þessu heimili kom svarið hjá betri helmningnum á svipstundu: Kremkex! Hafði hreinlega hvorki ímyndunarafl né þekkingu til að vita að það hefði verið kallað Sæmundur á sparifötunum. Alltaf kemur það betur og betur í ljós hve lítið maður veit - og hve vel maður er giftur....LoL

ps. Talandi um Kópavog þá heyrði ég einn ágætan í dag. Það er víst búið að þýða hvað Gunnar Birgisson sagði nákvæmlega þegar hann sagði: Það er gott að búa í Kópavogi. Leikið á réttum hraða þá mun hann víst hafa sagt: Það er gott á þig að búa í Kópavogi...

 

 


mbl.is Kópavogur vann Útsvar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Nafnið " Sæmundur,, er víst komið af því að eigandinn  af Kexvers kexverksmiðjunni Frón sem framleiðir kexið hét Sæmundur þegar þetta nafn varð til. Eða svo segja gamlir menn og fróðir.

Guðrún Margrét Óladóttir (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 23:23

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Algjörlega sammála þér með tilburði kvöldsins, sjá: http://ingibjhin.blog.is/blog/ingibjhin/entry/535030/

Lifi Kópavogur!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 10.5.2008 kl. 00:38

3 Smámynd: Björn Jóhann Björnsson

Eftir því sem ástandið í borginni hefur versnað, þá verður Kópavogur æ betri. En hvað Þóru varðar, þá á hún skilið Edduna fyrir atriðið, og við hæfi að hún taki bumbubúann með sér er hún tekur við verðlaunagripnum. Annars náðu þau Þóra og Sigmar mjög vel saman í vetur, og eru með betra sjónvarpsþáttapari sem fram hefur komið.

Björn Jóhann Björnsson, 10.5.2008 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband