Stingandi sárt - en ekki búið

Ekki er nú risið hátt á Jóni Árna, blessuðum, hann á vökunótt framundan og martraðir. En svona er þetta bara þó sárt sé - stingandi sárt. Leikurinn í raun búinn, komnar einhverjar sekúndur fram yfir uppbótartíma, og Anfield farið að kyrja You''ll never walk alone. Svo ein sending fyrir og Jón Árni hefur vonandi hugsað sem var að maðurinn fyrir aftan hann gæti skorað og því ætlað að skalla yfir. Á Players voru menn farnir að syngja líka og stappa í gólf og borð þegar áfallið dundi yfir. Þvílíkt svekkelsi.

En þetta er ekki búið, langt því frá, aðeins hálfleikur og nú er bara að skora á Stamford Bridge. Maður var sláandi nálægt að spá rétt um úrslitin í kvöld, aðeins ef Torres hefði nú hrokkið í gang - og Jón Árni ekki komið inn á....

 


mbl.is Riise skoraði sjálfsmark og tryggði Chelsea jafntefli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

ef. já þau eru sko mörg efin ha. en maður stefnir á að sjá seinni leikinn og sveiattan ef hann verður ekki spennandi barasta.

þetta var nú samt þrusumark hjá stráknum...

arnar valgeirsson, 22.4.2008 kl. 23:49

2 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Já stakk þetta aðeins know  what you mean! Ekki vera of vondir við norska frændann okkar, þið áttuð að geta komið í veg fyrir fyrirgjöfina.

Eysteinn Þór Kristinsson, 23.4.2008 kl. 09:16

3 Smámynd: Elvar Atli Konráðsson

Jón Árni hefur alltaf verið minn uppáhalds leikmaður í Liverpool, án gríns vill ég frekar að Liverpool vinni.

Ógeðið hann Drogba á að banna í fótbolta, þvílíkur óþverri þessi maður. 

Elvar Atli Konráðsson, 23.4.2008 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Björn Jóhann Björnsson
Björn Jóhann Björnsson

Höfundur er kotroskinn og kærulaus Króksari að uppruna.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndböndin

Fögnuður úr böndum

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband