13.4.2008 | 20:05
Arsenal í augsýn
Hélt að þessi staða kæmi ekki upp en nú er jafnvel möguleiki á að velta Arsenal úr sessi í þriðja sætinu, bara fimm stig í Liverpool í fjórða sætinu eftir sætan sigur á Blackburn í dag. Meira að segja Wenger er búinn að játa sig sigraðan í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Fjórar umferðir eftir og allt getur gerst fyrir okkur Púllara.
Djúpt var á mörkunum í Anfield gegn þrautleiðinlegu liði Blackburn, og hefðu þau ekki litið dagsins ljós hefði Whiley dómari því miður orðið maður leiksins. Engu líkara en hann hafi vaknað ósofinn í morgun með þessum orðum: "Í dag mun Liverpool ekki fá vítaspyrnu hjá mér, sama þótt Gerrard verði felldur þrisvar í teignum." En sem betur lét Gerrard þetta ekki á sig fá, fór algjörum hamförum í sínum 300. deildarleik, skoraði eitt magnað mark og lagði upp annað fyrir Torres. Með þessa tvo í ham, og hina funheita, verðum við Evrópumeistarar!
![]() |
Benítez: Vissi að við myndum skora |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
-
annapala
-
attilla
-
bjarnihardar
-
davidlogi
-
esv
-
elvabjork
-
ellikonn
-
eysteinn-thor
-
gudrunvala
-
hoskuldur
-
jamesblond
-
kalli33
-
kristjanb
-
raggibjarna
-
ragnhildur
-
rungis
-
naiv
-
seth
-
sigurdurarna
-
soli
-
laufabraud
-
gudni-is
-
gusti-kr-ingur
-
businessreport
-
ornsh
-
vitinn
-
gattin
-
muggi69
-
sverrirth
-
sveitaorar
-
gudrununa
-
okurland
-
steinunnolina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
Athugasemdir
Sammála...við náum Gunners en við áttum ekki að fá víti í dag,ætla rétt að vona Gerrard fari ekki að venja sig á þennann ósið
Helgi púllari (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 21:30
Blessaður vertu, hann datt þrisvar
, þið eruð búnir að fá nóg af gjöfum undanfarið í vítateignum, svo ekkert væl væni minn..........
. Það segir kannski sitt um Lifrarpollinn að þó allt hafi gengið á afturfótunum hjá okkur síðan í febrúar er vart hægt að segja að þið séuð farnir að nart í hælana á okkur. 
Eysteinn Þór Kristinsson, 14.4.2008 kl. 11:50
Eysteinn minn, svo öllu sé nú til haga haldið þá má benda á að byrjun febrúar voru þið efstir í deildinni með 60 stig og heilum 17 stigum fyrir neðan var Liverpool í 5. sæti með 43 stig. Ef það heitir ekki að narta í hælana að minnka bilið úr 17 stigum í 5, þá heiti ég Metúsalem...
Við erum komnir svo nálægt að við erum farnir að finna táfýluna....
Björn Jóhann (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 16:32
Þið náið okkur aldrei - naní naní bú bú
Eysteinn Þór Kristinsson, 15.4.2008 kl. 16:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.